Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Úthlutun úr Lóu

Í gær kynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hvaða 29 verkefni fengu úthlutað úr Lóu – styrk til nýsköpunarverkefna á landsbyggðinni. Hlutverk styrkjanna er að styrkja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni á forsendum svæðanna sjálfra. Alls var úthlutað 147 milljónum.

Barnamenningarsjóður úthlutar styrkjum til 37 verkefna 2021

Þann 28. maí var tilkynnt um úthlutun úr Barnamenningarsjóði Íslands, sem nú veitir styrki til barnamenningar í þriðja sinn frá stofnun sjóðsins. Sjóðurinn styrkir 37 metnaðarfull verkefni og er heildarupphæð úthlutunarinnar 90 milljónir króna. Alls bárust 113 umsóknir og var sótt um rúmlega fjórfalda þá upphæð sem sjóðurinn hafði til úthlutunar eða rúmar 373 milljónir króna.

Markaðssjóður sauðfjárafurða - umsóknarfrestur til 6. júní

Markaðsráð kindakjöts auglýsir eftir styrkumsóknum vegna sauðfjárafurða. Markaðsráð ákvarðar og úthlutar vegna þeirra umsókna sem berast.
Vigdís Rún Jónsdóttir SSNE, Ingibergur Guðmundsson SSNV og Björk Guðjónsdóttir SSS voru leyst út með þökkum og blómum fyrir vel unnin störf

Árlegur fundur menningarfulltrúa landsins

Dagana 20. til 21. maí var fundur menningarfulltrúa landshluta haldinn á Suðurnesjum. Dagskráin var þétt og vel skipulögð með gagnlegum fundum, áhugaverðum kynningum og skemmtilegum heimsóknum, og hafi gestgjafarnir hjá Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum þakkir fyrir.

2 verkefni á Norðurlandi eystra hljóta hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, var afhent í sautjánda sinn sunnudaginn 16. maí, við hátíðlega athöfn á Patreksfirði. Frú Eliza Reid forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar veitti verðlaunin.

Hugmyndaþorpið Norðurland er nú opið!

Nú hefur verið opnað fyrir Hugmyndaþorpið Norðurland sem er hugmyndasamkeppni í tengslum við Nýsköpunarvikuna. Leitast verður eftir hugmyndum um hvernig hægt sé að auka og hvetja til fullvinnslu afurða. Þátttakendur nota Hugmyndaþorp sem er hannað af Austan mána til að koma með hagnýtar og frumlegar hugmyndir útaf frá viðfangsefninu.

Matarboð Nýsköpunarvikunnar: Sjávarborg og R-Rabarbari

Veitingastaðurinn Sjávarborg á Hvammstanga mun í samstarfi við R-Rabarbari frá Svalbarðseyri taka þátt í Matarboði Nýsköpunarvikunnar. Sjávarborg mun bjóða upp á drykki og mat með vörum frá R-Rabarbara í aðahlutverki. Á boðstólum verður meðal annars rababara kokteilar, fiskréttur og rabarbarapæ.

Almenningssamgöngur austan Tjörnes- könnun

SSNE biður íbúa frá Bakkafirði að Tjörnesi að svara könnun sem er ætlað að kanna og kortleggja mögulegar almenningssamgöngur á svæðinu, meta þörf á slíkum samgöngum og hvaða lausnir henta íbúum best.

Tvö laus störf hjá SSNE

SSNE leitar að tveimur einstaklingum til að ganga til liðs við teymið okkar en opnar stöður eru í boði á Húsavík annars vegar og í Ólafsfirði hins vegar. 

SSNE minnkar kolefnisspor með rafrænum undirskriftum

Í mars sl. tókum við hjá SSNE upp rafrænar undirskriftir sem hafa aldeilis sparað okkur sporin. Þetta er hluti af aukinni umhverfisvitund samtakanna en á fyrstu 2 mánuðunum höfum við sparað yfir 11 þús ekna kílómetra í 169 bílferðum sem minnkar kolefnisspor samtakanna um 1,51 tonn*.
Getum við bætt síðuna?