Í byrjun árs auglýsti Persónuvernd lausar til umsóknar tvær stöður hjá stofnuninni á nýrri starfsstöð hennar á Húsavík. Í Byggðaáætlun er aðgerð sem lýtur að því að 10% starfa stofnanna á vegum ríkisins verði auglýst án staðsetningar. Persónuvernd var því að taka eitt skref í átt að því með því að auglýsa störf utan höfuðborgarsvæðisins. Formleg opnun starfsstöð Persónuverndar á Húsavík fór fram þann 9. september sl., þar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, opnuðu starfsstöðina formlega og fluttu ávörp ásamt Svavar Pálssyni, sýslumanni á Norðurlandi eystra.