Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Opnað fyrir umsóknir í Matvælasjóð

Ráðstöfunarfé sjóðsins árið 2021 eru 630 m.kr. og er umsóknarfrestur til og með 6.júní 2021. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. SSNE býður upp á ráðgjöf og aðstoð vegna styrkumsóknaskrifa, m.a. í Matvælasjóð.

Ný verkfærakista fyrir sveitarfélög vegna heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Verkfærakista um innleiðingu sveitarfélaga á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna var gefin út í maí 2021, en henni er ætlað að vera þeim til leiðbeiningar um hvernig þau geta lagt sitt af mörkum til að vinna að heimsmarkmiðunum.

Opið fyrir umsóknir í Rannsóknasjóð

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknasjóði fyrir styrkárið 2022. Umsóknarfrestur er til 15. júní, kl. 15:00. 
Myndin er tekin við undirritun samnings 30. apríl sl, á henni eru Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir forstöðumaður RHA, Hilda Jana Gísladóttir formaður SSNE og Hjalti Jóhanesson sérfræðingur hjá RHA.

Samgöngustefna Norðurlands eystra

Áhersluverkefni ársins 2021 voru samþykkt þann 5. febrúar sl. á 21. stjórnarfundi SSNE. Um er að ræða 11 mikilvæg og metnaðarfull verkefni sem meðal annars er ætlað er að fylgja eftir áherslum sem lagðar eru fram á þingum samtakanna. Verkefnunum er öllum ætlað að vera lokið í apríl 2022. Alls var 60,7 m.kr. úthlutað að þessu sinni, þar af var úthlutað til RHA vegna Samgöngustefnu Norðurlands eystra 7,5 m. kr.

Fjölmiðlar og landsbyggðir – málstofa í streymi

Landshlutasamtök sveitarfélaga standa fyrir málstofu um fjölmiðla og landsbyggðir miðvikudaginn 12. maí kl. 9-10:30.Fjallað verður meðal annars um vægi og birtingarmyndir íbúa á landsbyggðunum í frétta- og dagskrárefni, mikilvægi staðbundinna fjölmiðla, hlutverk og skyldur almannaþjónustumiðla gagnvart dreifðum byggðum og farið yfir dæmi frá Norðurlöndum.

Ungir semja, fullorðnir flytja

Áhersluverkefni ársins 2021 voru samþykkt þann 5. febrúar sl. á 21. stjórnarfundi SSNE. Um er að ræða 11 mikilvæg og metnaðarfull verkefni sem meðal annars er ætlað er að fylgja eftir áherslum sem lagðar eru fram á þingum samtakanna. Verkefnunum er öllum ætlað að vera lokið í apríl 2022. Alls var 60,7 m.kr. úthlutað að þessu sinni, þar af var úthlutun til Upptaktsins 1. m.kr.

Átta samfélagseflandi verkefni styrkt á Bakkafirði

Þann 12. apríl sl. voru 13.893.680,- króna úr verkefninu Betri Bakkafjörður vegna ársins 2021 úthlutað til átta samfélagseflandi verkefna á Bakkafirði.

Fréttabréf aprílmánaðar er komið út

Í þessu 14. eintaki af mánaðarlegu fréttabréfi SSNE er víða komið við enda af nógu að taka þegar viðburðir og starf innan og utan SSNE er að ræða.

Tækifæri og áskoranir í loftslagsvænni uppbyggingu ferðaþjónustu

Loftslagsráð býður til samtals og sóknar í loftslagsmálum. Markmiðið er að varpa ljósi á sóknarfæri sem felast í krefjandi markmiðssetningu og loftslagsvænum fjárfestingum, koma á virkara samtali við framfaraöfl innan atvinnugreina og um nýsköpunarstarf, sem og að setja umræðu um 2030 markmið í loftslagsmálum í samhengi við áfanga í átt að kolefnishlutleysi.
Getum við bætt síðuna?