Boreal hlaut hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar 2021 sem veitt eru framúrskarandi menningarverkefnum í byggðum landsins. Hátíðin fer nú fram á Akureyri dagana 1.-13. nómember 2024.
Október hefur verið viðburðaríkur hjá SSNE og fjöldi spennandi verkefna í gangi. Líklega verð ég að segja að hápunkturinn mánaðarins hafi verið árlegt haustþing SSNE sem að þessu sinni var haldið í Hofi á Akureyri
Samkvæmt niðurstöðum Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri þá er starfsfólk í óstaðbundnum störfum almennt séð farsælt í starfi. Í því samhengi vekur SSNE athygli á því að opið er fyrir umsóknir um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni.
Ef þú hefur áhuga á að sækja um styrk fyrir tillögu þína að norrænu menningarsamstarfi eða norrænu menningarverkefni, þá býður Norræna húsið uppá ráðgjöf varðandi styrki hjá Nordic Culture Point (Nordisk kulturkontakt), sem er menningarstofnun Norrænu ráðherranefndarinnar.
Umsóknarfrestur fyrir Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra rann út 16. október, en alls bárust 147 umsóknir, þar af voru 70 menningarverkefni, 67 atvinnu- og nýsköpunarverkefni og 10 stofn- og rekstrarstyrkir menningarstofnana.