Miðvikudaginn 2. október var haldinn árlegur íbúafundur í verkefninu Betri Bakkafirði undir hatti Brothættra byggða. Farið var yfir árangur í verkefninu og rædd tækifæri næstu missera og ára. Sveitarstjóri, Björn S. Lárusson, fór yfir mikilvægi orðspors Bakkafjarðar og hvað íbúar gætu gert til að hlúa að því.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni. Ríkisstofnanir geta sótt um styrki til að ráða í óstaðbundin störf á þeirra vegum utan höfuðborgarsvæðisins.
Í dag undirrituðu landshlutasamtök sveitarfélega viðaukasamninga við Sóknaráætlanir hvers landshluta við mennta- og barnamálaráðuneyti. Samningarnir fjalla um fjármögnun ráðuneytisins á stöðugildi verkefnastjóra í hverjum landshluta, en verkefnastjórarnir munu vinna, í samstarfi við lykilstarfsfólk sveitarfélaga hvers landshluta, að því að koma á svæðisbundnu farsældarráði skv. 5. gr. laga nr. 86/2021.
Leitað er að öflugum verkefnastjóra á sviði umhverfis- og atvinnuþróunar með starfsstöð í Gíg í Þingeyjarsveit. Verkefnið er samstarf SSNE og Þingeyjarsveitar.
Sveitarfélög innan SSNE hafa öll fengið boð um þátttöku við gerð aðgerðaráætlunar í orkuskiptum. Sem liður í þeirri vinnu er umhverfis- og skipulagsstarfsfólki sveitarfélaganna, kjörnum fulltrúum, sveitarstjórum og starfsfólki orku- og veitufyrirtækja boðið að taka þátt í lokuðum vinnustofum RECET um orkuskipti sem fara fram í október og nóvember.
Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð A.9 Verslun í dreifbýli.