Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Þekkir þú landstólpa?

Óskað er eftir tilnefningum um handhafa Landstólpans 2024. Viðurkenningunni fylgir listmunur hannaður af íslenskum listamanni auk verðlaunafjár að upphæð kr. 1.000.000 kr. Landstólpinn er samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar.

Vinnustofa um auknar fjárfestingar í Langanesbyggð

Fimmtudaginn 1. febrúar hélt SSNE vinnustofu á Þórshöfn í tengslum við áhersluverkefnið Auknar fjárfestingar, sem er fjármagnað úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra.

Pistill framkvæmdastjóra - janúar

Þá er janúarmánuður loks yfirstaðinn og við finnum kraftinn sem kemur með hverri birtustundinni sem bætist við. Birtunni fylgir aukinn kraftur og alveg ljóst að SSNE hóf árið af miklum krafti.

Krubbur - Hugmyndahraðhlaup

Krubbur er tveggja daga hugmyndasmiðja sem haldin verður í Hraðinu á Húsavík dagana 8. - 9. mars. Lögð verður áhersla á lausnir sem tengjast nýtingu hráefnis sem fellur til á Húsavík og munu fyrirtæki á svæðinu kynna áskoranir sínar í þeim efnum.

Opið fyrir umsóknir í Byggðarannsóknasjóð

Byggðastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Byggðarannsóknasjóði.

Akureyrarbær leitar að nýjungagjörnum íbúum sem vilja prófa samgönguapp

Undanfarna mánuði hafa Akureyrarbær og Vistorka verið þátttakendur í evrópska nýsköpunarverkefninu Raptor á vegum EIT Urban Mobility sem parar saman sveitarfélög og sprotafyrirtæki með í því skyni að prófa nýjar lausnir sem styðja við breyttar ferðavenjur.

Culture Moves Europe - samstarf evrópsks listafólks

Markmið Culture Moves Europe er að koma á tengslum og efna til samstarfs evrópsks listafólks. Hægt er að sækja um ferðastyrki á sviði arkitektúrs, menningararfs, hönnunar, myndlistar, bókmenntaþýðinga, tónlistar og sviðslista.

Aðalúthlutun Safnaráðs 2024

Menningarráðherra hefur úthlutað úr aðalúthlutun safnaráðs 2024 og fór úthlutunin fram í Safnarhúsinu í Reykjavík.

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna haldið

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna sem er árleg ferðakaupstefna var haldin á fimmtudaginn 18. janúar af Markaðsstofum landshlutanna.
Nauðsynlegt er að skrá sig á þetta áhugaverða málþing, hvort sem gestir hyggjast njóta í sal eða fyrir framan skjá. Þingið er gestum að kostnaðarlausu, sem og hádegisverður í Hofi.

Út um borg og bý

Hverju skilar samstarf nágranna og hvað prýðir gott sveitarfélag? Taktu 9. febrúar frá, þér er boðið á öflug erindi og samtal. Fundurinn verður í Hofi en jafnframt í streymi. Skráning er út 7. febrúar 2024.
Getum við bætt síðuna?