Fara í efni

„Systir góð! Sérðu það sem ég sé?“ Sýning um Jónas hlýtur hönnunarstyrk

„Systir góð! Sérðu það sem ég sé?“ Sýning um Jónas hlýtur hönnunarstyrk

Íslenska hönnunarstofan Gagarín, í samstarfi við teiknistofuna Landslag, hlaut hæsta styrk í síðari úthlutun Hönnunarsjóðs 2024. Styrkinn hljóta þau til að þróa og hanna sýningu um Jónas Hallgrímsson sem sett verður upp á fæðingarstað skáldsins. Sýningin er liður í frekari uppbyggingu að Hrauni í Öxnadal, sem hefur það markmið að heiðra minningu þjóðskáldsins í samræmi við ályktun Alþingis frá árinu 2017. Þess má til gamans geta að Gagarín og Landslag voru einmitt á dögunum tilnefnd til Hönnunarverðlaunanna, fyrir sína aðkomu að uppbyggingunni á Þrístöpum í Vatns­dal, Aust­ur-Húna­vatns­sýslu.

Menningar- og viðskiptaráðherra skipaði sérstaka verkefnisstjórn um uppbyggingu að Hrauni. Áformað er að verkefnisstjórn ljúki sínum störfum í næsta mánuði og kynni þá metnaðarfullar tillögur fyrir ráðherra. Í framhaldinu verða hugmyndirnar kynntar almenningi.

Getum við bætt síðuna?