Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Októberpistill framkvæmdastjóra

Október var einn af þessum mánuðum sem virtist ljúka áður en hann hófst og allt í einu er kominn nóvember. Þegar ég sest niður til að líta til baka yfir verkefni mánaðarins þá er gleðilegt að sjá hvað það var í raun margt jákvætt sem var í gangi hjá okkur hér á Norðurlandi eystra.

easyJet lent á Akureyrarflugvelli

Í dag, þriðjudaginn 31. október, lenti fyrsta flugvél breska flugfélagsins easyJet á Akureyrarflugvelli, en félagið mun halda úti áætlunarflugi á milli London og Akureyrar út mars 2024.

Tvær vinnustofur í tengslum við Straumhvörf á Norðurlandi eystra

Straumhvörf er nýtt vöruþróunarverkefni í ferðaþjónustu sem nær yfir allt Norður- og Austurland og er ætlað fyrirtækjum í ferðaþjónustu og fulltrúum sveitarfélaga.

Kynningarfundur fyrir íbúa Hörgársveitar fimmtudaginn 2. nóvember

SSNE stendur fyrir  kynningarfundi fyrir íbúa Hörgársveitar fimmtudaginn 2. nóvember í íþróttamiðstöðinni á Þelamörk. Á fundinum verða hugmyndir um uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi kynntar og íbúar Hörgársveitar eru hvattir til að mæta. Fundurinn fer fram í sal íþróttamiðstöðvarinnar á efri hæð og boðið verður upp á kaffi.
Hópurinn ásamt starfsfólki Biosirk í Hamar, Noregi

Kynningarferð um líforkuver til Finnlands og Noregs

Vikuna 16. - 20. október var farin kynnisferð til Finnlands og Noregs þar sem hag- og fagaðilum var boðið að kynna sér starfsemi líforkuvera í báðum löndum. Ferðin var skipulögð af verkefnastjóra SSNE, Kristínu Helgu Schiöth, og ráðgjafanum Karli Karlssyni sem hefur verið SSNE innan handar í undirbúningi líforkuvers á Dysnesi.

LOFTUM - námskeið fyrir starfsfólk í leik- og grunnskólum á Norðurlandi eystra

Á síðasta ári unnu Þekkingarnet Þingeyinga og SÍMEY – Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar fræðslugreiningu þar sem starfsfólk og kjörnir fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi eystra voru beðin um að leggja mat á eigin fræðsluþörf í málefnum sem tengjast loftslags- og umhverfismálum í sambandi við sín störf. Að því loknu var farið í að vinna fræðsluáætlun í samræmi við niðurstöður.
Mynd tekin af heimasíðu Byggðastofnunar.

Vel heppnað málþing um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir

Þann 5. október síðastliðinn var haldið velheppnað málþing um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir. Á málþinginu var farið yfir það sem hefur heppnast vel og það sem hefur lærst á þessum rúma áratug sem verkefnið hefur verið í gangi. Að auki voru kynntar niðurstöður áhrifamats á verkefninu sem unnið var af KPMG. Nanna Steina Höskuldsdóttir verkefnastjóri SSNE og Norðurþings á Raufarhöfn stýrði dagskránni en hún var áður verkefnastjóri brothættra byggða verkefnisins Raufarhöfn og framtíðin.

123 umsókn barst í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Umsóknarfrestur fyrir Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra rann út 18. október, en alls bárust 123 umsóknir, þar af voru 70 menningarverkefni, 43 atvinnu- og nýsköpunarverkefni og 10 stofn og rekstrarstyrkir menningarstofnana.

Dr. Ottó ráðinn framkvæmdastjóri hjá EIMI

Ottó hefur störf sem framkvæmdastjóri þann 15. október næstkomandi.

Upptaka af kynningarfundi um Straumhvörf

Góð mæting var á kynningarfund um Straumhvörf sem haldinn var í dag.
Getum við bætt síðuna?