Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Spennandi starfamessa

Tilgangur Starfamessu er að búa til vettvang fyrir ungmenni að kynnast fjölbreyttum starfsstéttum og möguleikum í atvinnuvali. Þessi vettvangur er mikilvægur til að jafna aðgengi ungmenna að slíkum upplýsingum.
Hægt er að skrá sig á staðfund eða streymi

Innblástur og framfarir: Málþing um rannsóknir á menningu og skapandi greinum

Rannsóknasetur skapandi greina býður til málþings um rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina.

Hvað ef við fylltum Akureyrarlaug tvisvar í viku af olíu og kveiktum í henni?

Þann 21. febrúar héldu Eimur, SSNE og Íslensk Nýorka málstofu í Hofi og í streymi. Efni málþingsins var staða mála í orkuskiptum á Norðurlandi, olíunotkun svæðisins ásamt sérstakri umfjöllun um orkuskipti í þungaflutningum og við hafnir. Málstofan var afar vel sótt af yfir 160 góðum gestum og erindin gott upphaf að þeirri vinnu sem er nú hafin með RECET á Norðurlandi eystra.

Krubbur hugmyndahraðhlaup - opið fyrir þátttöku

Nýsköpun - hugmyndahraðhlaup - raunverulegar áskoranir - verðlaun

Námskeið í gerð losunarbókhalds fyrir sveitarfélög

28. febrúar næstkomandi verður starfsfólki sveitarfélaga boðið upp á námskið um gerð losunarbókhalds en losunarbókhald gefur sveitarfélögum yfirsýn yfir losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni og er gagnlegt tól til að leggja mat á kolefnisspor til að hægt sé að draga úr því á markvissan og hagkvæman hátt.

Veist þú um skrifstofuhúsnæði á Akureyri?

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) leita eftir 150-300 fm2 skrifstofuhúsnæði til leigu á Akureyri.
Frá heimsókn til GMM í Finnlandi

Ráðuneyti og SSNE vinna saman að útfærslu söfnunar dýraleifa á landsvísu

Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið, Matvælaráðuneytið og SSNE hafa sett af stað vinnu við útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu, í áhættuflokki 1, með það að markmiði að efnið komist í viðeigandi úrvinnslu eða förgun. Með þessari aðgerð er brugðist við úrskurði eftirlitsstofnun EFTA um að Ísland hafi ekki uppfyllt skyldur sínar gagnvart EES samningnum þegar kemur að því að tryggja að dýraleifum í efsta áhættuflokki sé safnað, svo þeim megi komið til viðunandi vinnslu eða förgunar.

27,5 milljónir til tveggja verkefna á Norðurlandi eystra úr Byggðaáætlun

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur úthlutað styrkjum að upphæð 130 milljónum króna til tíu verkefna á vegum sjö landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036

Átta teymi freista gæfunnar á Fjárfestahátíð Norðanáttar

Átta fyrirtæki hafa verið valin til þátttöku á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram á Siglufirði þann 20. mars næstkomandi.

Drifkraftur borgarsvæða skapar tækifæri um allt land

Drög að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Með borgarstefnu er markmiðið að styðja við þróun borgarsvæða sem drifkraft velsældar, fjölbreyttari búsetukosta og aukinnar samkeppnishæfni landsins.
Getum við bætt síðuna?