Fara í efni

Viltu sækja um styrk fyrir norrænt lista- og/eða menningarverkefni?

Einstaklingar, hópar, stofnanir, félög, fyrirtæki (opinber og einkafyrirtæki) geta sótt um undirbún…
Einstaklingar, hópar, stofnanir, félög, fyrirtæki (opinber og einkafyrirtæki) geta sótt um undirbúningsstyrki fyrir norræn lista- og menningarverkefni.

Viltu sækja um styrk fyrir norrænt lista- og/eða menningarverkefni?

Ef þú hefur áhuga á að sækja um styrk fyrir tillögu þína að norrænu menningarsamstarfi eða norrænu lista- og/eða menningarverkefni, þá býður Norræna húsið uppá ráðgjöf varðandi styrki hjá Nordic Culture Point (Nordisk kulturkontakt), sem er menningarstofnun Norrænu ráðherranefndarinnar.

Ráðgjöf fyrir styrki veitir Kolbrún Ýr Einarsdóttir – kolbrun (at) nordichouse.is

 Snemma árs 2025 verður opnað fyrir umsóknir í Nordic Culture Point en núna er hægt að sækja um undirbúningsstyrki hjá Opstart og Opstart Globus vegna þróunar á verkefnum sem áætlað er að sækja um í potta Nordic Culture Point. Umsóknir um undirbúningsstyrki er hægt að leggja inn nánast allt árið og er þeim alla jafnað svarað innan 20 -30 daga. Síðasti dagur til að senda inn umsókn árið 2024 er 15. nóvember kl. 23:59 að dönskum tíma, við ráðleggjum því að stefna að því að senda inn umsóknir í síðasta lagi 14. nóvember.

Upphæð undirbúningsstyrks í gegnum Opstart er allt að 25.000 danskar krónur eða um 500.000 kr.
Opstart prógrammið eða áætlunin var sett á laggirnar til fleyta norrænum samstarfsverkefnum á sviðum lista og menningar af stað. Opstart tekur á móti umsóknum um verkefni með alþjóðlega sýn, sem getur hjálpað til við að skapa nýja þýðingu eða anga fyrir norrænt lista- og menningarsamstarf. Því þurfa umsækjendur ekki að vera búsettir á Norðurlöndum eða hafa norrænt ríkisfang til að sækja um. Einstaklingar, hópar, stofnanir, félög, fyrirtæki (opinber og einkafyrirtæki) geta sótt í Opstart.

Sjá nánar hér um markmið, styrkhæfan kostnað og matskvarða: Get off to a better start with Opstart | Funding Programmes | Nordic Culture Fund (nordiskkulturfond.org)

Upphæð undirbúningsstyrks í gegnum Opstart Globus er allt að 75.000 danskar krónur eða um 1.500.000 kr.
Prógrammið miðar að því að skapa pláss fyrir listræna þróun, tilraunir og könnunaraðferðir sem krefjast þátttöku frá mismunandi heimshlutum, með möguleika á langtíma verkefni. Verkefnið þarf að vera skýrt tengt listrænu og/eða menningarlegu samhengi eða umhverfi. Einstaklingar, hópar, stofnanir, félög, fyrirtæki (opinber og einkafyrirtæki) geta sótt í Opstart Globus.

Sjá nánar hér um markmið, styrkhæfan kostnað og matskvarða: Globus Opstart+ supports the establishment of Nordic-Global collaborations with long-term ambitions | Funding Programmes | Nordic Culture Fund (nordiskkulturfond.org)

Styrktegundir sem hægt er að sækja um hjá Nordic Culture Point:

  • Mobility Funding er til að standa straum af ferðakostnaði fyrir stuttar ferðir (allt að 10 daga) ætluðum umsækjendum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum sem starfa við listir og menningu. Umsóknarfrestur er fjórum sinnum á ári.
  • Culture and Art Programme veitir styrki til einstaklinga, hópa og stofnana innan allra tegunda lista og menningar. Verkefni mega vera á öllum stigum og vera samvinnuverkefni að minnsta kosti þriggja landa þar af verða tvö að vera norræn. Umsóknarfrestur er tvisvar á ári.
  • NORDBUK styður verkefni þar sem markhópurinn er börn og ungmenni (30 ára og yngri) sem skipuleggja og þróa verkefni. Verkefnið skal vera samstarf á milli amk. þriggja Norðurlanda. Umsóknarfrestur er þrisvar á ári.
  • Volt styður verkefni þar sem markhópurinn er börn og ungmenni undir 25 ára aldri. Verkefnið beinir sjónum sínum að norrænum tungumálum og samstarf barna og ungmenna innan norðurlandanna. Verkefnið skal vera í samstarfi milli amk. þriggja norrænna þáttakenda. Umsóknarfrestur er einu sinni á ári.
  • Network Funding (skammtíma/langtíma) styður menningarlega samvinnu milli starfandi listamanna og starfsmanna menningarmála á Norðurlöndunum og/eða í Eystrasaltsríkjunum. Umsóknarfrestur er tvisvar á ári (skammtímastyrkur) og einu sinni á ári (langtímastyrkur).
Getum við bætt síðuna?