Vinnustofa á Akureyri í Interreg evrópuverkefninu Nordic Bridge
Vinnustofa á Akureyri í Interreg evrópuverkefninu Nordic Bridge
Nýverið stóðu SSNE og Háskólinn á Hólum fyrir vinnustofu á Akureyri sem hluti af Interreg verkefninu Nordic Bridge. Markmið verkefnisins er að þróa rafrænan vettvang þar sem opinberir og einkaaðilar geta lagt fram bæði sértæk og almenn vandamál og sótt eftir innsýn og sérfræðiþekkingu háskólasamfélagsins.
Vinnustofan var lifandi og skemmtileg, og fjölmargar áhugaverðar umræður spunnust um hvernig best megi nýta vettvanginn. Niðurstöðurnar sem komu fram munu verða dýrmæt úrræði í framhaldi verkefnisins.
Norrænir samstarfsaðilar í verkefninu komu til landsins og tóku þátt í vinnustofunni. Einnig var tíminn nýttur í heimsóknir, þar sem þátttakendur fengu að kynnast nýsköpunarstarfsemiá svæðinu. Drift EA kynnti starfsemi sína sem er hreyfiafl nýsköpunar og frumkvöðla í hjarta Akureyrar. Einnig heimsóttum við Líftæknifyrirtækið Genís á Siglufirði, þar sem þátttakendur fengu innsýn í starfsemi þess.
Heimsóknadagurinn endaði á Háskólanum á Hólum, þar sem hópurinn heimsótti háskólann, hesthúsin og Hólalax. Þessar heimsóknir styrktu tengslin milli háskólans og atvinnulífsins, og lögðu grunn að frekara samstarfi.