SSNE og Háskólinn á Hólum standa fyrir vinnustofu um Interreg NPA Evrópuverkefnið Nordic Bridge á Akureyri 15. október. Auk SSNE og Háskólans á Hólum eru þátttakendur í verkefninu frá Noregi og Finnlandi.
Fjallað verður t.d. um greiðsluflæði tónlistarveitna (t.d. Spotify), fjárflæði vegna tónlistar í kvikmyndum/sjónvarpsþáttum, holl ráð við að fóta sig í bransanum og þjónusta STEFs.