Vel sótt málþing SSNE - Út um borg og bý
Vel sótt málþing SSNE - Út um borg og bý
Föstudaginn 9. febrúar hélt SSNE vel heppnað málþing með yfirskriftinni Út um borg og bý, þar sem meðal annars var reynt að svara spurningunni, Hverju skilar samstarf nágranna og hvað prýðir gott sveitarfélag?
Til að reyna að svara þessari stóru spurningu voru nokkur erindi þar sem fjallað var meðal annars um aðdráttarafl smærri sveitarfélaga á Norðurlöndunum, og hvort samstarf sveitarfélaga skili betri niðurstöðu fyrir íbúa og borgarstefnu Íslands.
Málþingið var haldið í Hofi og í streymi og voru rúmlega 100 manns sem tóku þátt í þinginu, ef þú varst ekki eitt af þeim þarftu samt ekki að örvænta, málþingið var tekið upp og hægt er að nálgast það hér.