Amtsbókasafnið tekur sitt fyrsta Græna skref
Amtsbókasafnið tekur sitt fyrsta Græna skref
Grænum skrefum SSNE er sífellt að fjölga og Amtsbókasafnið á Akureyri tók við viðurkenningu fyrir að hafa stigið sitt fyrsta græna skref af fimm í síðustu viku.
Starfsfólk Amtsbókasafnsins hefur verið einstaklega framtakssamt í þessari vinnu og hefur meðal annars ákveðið verklag til að draga úr orkunotkun innan vinnustaðarins og tryggt skýra flokkun úrgangs á bókasafninu. Þau halda einnig úti frískáp þar sem hver sem er má skilja eftir matvæli og taka matvæli. Mikið magn af mat hefur farið í gegnum frískápinn í hverri viku og hann hefur lagt sitt af mörkum til að draga úr umhverfisáhrifum matarsóunar.
Amtsbókasafnins hefur verið öflugur bakhjarl hringrásarhagkerfisins á fleiri sviðum, meðal annars með fjölbreyttum skiptimörkuðum fyrir allt frá íþróttafatnaði til borðspila.
Verkefnastjórar SSNE þakka fyrir góðar móttökur og óska Amtsbókasafninu innilega til hamingju með fyrsta skrefið og velfarnaðar í áframhaldandi innleiðingu grænna skrefa.