Fundur um land allt um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur
Fundur um land allt um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur
HMS, Tryggð byggð og Samtök iðnaðarins standa fyrir fundarröð um land allt um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur.
Í samstarfi við SSNE er boðað til fundar um stöðu íbúðauppbyggingar á Norðurlandi eystra. Fundurinn verður haldin á Múlabergi/Hótel KEA á Akureyri fimmtudaginn 21. nóvember og hefst kl. 12:00. Boðið verður upp á súpu og brauð. Fundinum verður einnig streymt á facebook síðu HMS.
Skráning fyrir staðfund og streymi
Dagskrá:
Þróun íbúafjölda á Norðurlandi eystra – þróun borgarsvæðis
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra
Staða íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur
Jón Örn Gunnarsson og Róbert Smári Gunnarsson, sérfræðingar á húsnæðissviði HMS
Byggjum í takt við þarfir
Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI.
Fundarstjóri: Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar
Hlekk á facebook viðburð má finna hér: (1) Staða íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur á Norðausturlandi | Facebook