Fara í efni

Málþing um styrkjaumhverfi listasafna

Opið málþing 21. nóvember
Opið málþing 21. nóvember

Málþing um styrkjaumhverfi listasafna

Fyrir hönd landshlutasamtaka mun Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi vera með erindi á málþingi um styrkjaumhverfi listasafna sem  Samtök listasafna á Íslandi standa að. Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra Menningar- og viðskiptaráðuneytisins opnar þingið.

Landshlutasamtök halda utan um uppbyggingarsjóði um land allt, en þeir hafa verið partur af styrkja- og starfsumhverfi íslenskra listasafna og listafólks, í takt við áherslur Sóknaráætlanna í hverjum landshluta fyrir sig. Í öllum landshlutum fer nú fram vinna við mótun nýrra Sóknaráætlana sem munu gilda 2025-2029.

 Markmið málþingsins er að draga fram mynd af þeim innlendu samkeppnissjóðum sem söfnin og þeirra helstu samstarfsaðilar geta sótt í og skoða með hliðsjón af starfsumhverfinu, helstu skyldum safna og sérstæði einstakra safna – en söfnin eru jafn ólík og þau eru mörg. Skoðað verður hvort og hvernig markmið safnanna fara saman eða skarast á við markmið þeirra sjóða sem sótt er í og rýnt í þá grunnþætti sem oft reynist erfitt að fjármagna.

Málþingið er öllum opið, nánari upplýsingar má finna á facebook viðburði málþingsins.

Stefnumótun á Norðurlandi eystra og hagræn áhrif menningar og skapandi greina:
  • Í nýútkominni skýrslu um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi er farið yfir ýmsar forsendur og hagræn áhrif menningar og skapandi greina. Hægt er að kynna sér helstu atriði hennar hér

  • Á Norðurlandi eystra eru drög að nýrri Sóknaráætlun nú í samráðsgátt. Sóknaráætlun er grundvöllur vinnu landshlutasamtakanna næstu fimm árin. Stefnan hefur áhrif á ákvörðun um val á áhersluverkefnum og úthlutun styrkja úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.

    --> Íbúar og aðrir hagaðilar eru hvattir til að kynna sér nýja Sóknaráætlun Norðurlands eystra í samráðsgáttinn.

Getum við bætt síðuna?