Fara í efni

Stöðugreining landshluta 2024

Stöðugreining landshluta 2024

Byggðastofnun hefur gefið út skýrsluna Stöðugreining landshluta 2024. Stöðugreiningin er unnin til að styðja við vinnslu Sóknaráætlanna landshlutanna og veitir tölfræðiupplýsingar um allt milli himins og jarðar, allt frá mannfjöldaþróun til efnahagsþróunar og lýðheilsu. Skýrslan fer yfir fjölbreytt svið opinberra upplýsinga til að gefa sem besta mynd af því hvernig landshlutarnir standa hver um sig.

Sumar upplýsingarnar eru glænýjar en í einhverjum tilfellum eru ekki til gögn nema frá árinu 2021 og því nokkuð úreltar. Stöðugreiningunni er þó ætlað að vera lifandi skjal og verða gögn uppfærð eftir því sem nýjar upplýsingar berast eitthvað frameftir vetri. 

Skoða má skýrsluna með því að smella hér en jafnframt mælum við með við áhugasama um ýmsa byggðatengda tölfræði að fylgjast með mælaborðum  Byggðastofnunar

Getum við bætt síðuna?