Loftslagsráð býður til samtals og sóknar í loftslagsmálum. Markmiðið er að varpa ljósi á sóknarfæri sem felast í krefjandi markmiðssetningu og loftslagsvænum fjárfestingum, koma á virkara samtali við framfaraöfl innan atvinnugreina og um nýsköpunarstarf, sem og að setja umræðu um 2030 markmið í loftslagsmálum í samhengi við áfanga í átt að kolefnishlutleysi.
Síðastliðin þriðjudag hittist forsvarsfólk þeirra tólf ferðaþjónustufyrirtækja sem tóku þátt í Ratsjánni á Norðausturlandi til að ljúka vel lukkaðri 12 vikna samvinnu í verkefninu. Sá hittingur var að frumkvæði þátttakenda og lýsir vel stemmningunni sem náðist í hópnum.
SSNE óskar eftir fulltrúum í samráðsvettvang um mótun Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Samráðsvettvangurinn skal hafa beina aðkomu að gerð sóknaráætlunar landshlutans og vera upplýstur um framgang hennar a.m.k. árlega. Afar mikilvægt er að heyra raddir sem flestra og hvetjum við því ungt fólk og fólk af ólíkum uppruna sérstaklega til að gefa kost á sér.
SSNE og SSNV munu taka þátt í Nýsköpunarvikunni dagana 26. maí til 2. júní og verður dagskráin fjölbreytt og ætlað að endurspegla frumkvöðlakraftinn og þá nýsköpun sem er í gangi á Norðurlandi.
Í dag var undirritaður samningur Markaðsstofu Norðurlands, SSNE og SSNV um rekstur áfangastaðastofu. Þar með lýkur því ferli sem hefur staðið yfir formlega allt frá árinu 2017
Í dag var formlega skrifað undir samning um áhersluverkefnið milli SSNE og Norðurslóðanets Íslands og í tilefni af því bauð Akureyrarbær og SSNE Utanríkisráðaherra til fundar undir yfirskriftinni Norðurland og norðurslóðir.
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, með stuðningi Byggðastofnunar, auglýsir eftir verkefnisstjóra í verkefnið „Betri Bakkafjörður“. Verkefnið er hluti af verkefnum „Brothættra byggða“ og er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, SSNE og Langanesbyggðar. Um 100% starf er að ræða.
Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóri SSNE var í viðtali við Vikublaðið þar sem hann reifaði tækifærin í landshlutanum, áframhaldandi uppbyggingu og mikilvægi nýsköpunar í atvinnumálum.