
Opið fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð
Opið er fyrir umsóknir í lýðheilsusjóð.Lýðheilsusjóður starfar samkvæmt lögum um landslækni og lýðheilsu (41/2007) og reglugerð um lýðheilsusjóð (1260/2011).
Hlutverk sjóðsins er að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu, bæði innan og utan embættisins, í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum. Styrkir eru veittir til verkefna og afmarkaðra hagnýtra rannsókna.
18.10.2021