Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands
Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands óskar eftir öflugum verkefnastjóra.
Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands er miðstöð þjónustu og þekkingar með áherslu á nýsköpun og samvinnu í heilbrigðis- og velferðartæknimálum á Norðurlandi. Klasanum er ætlað að nýta og skapa tækifæri til þróunar í heilbrigðis- og velferðarþjónustu, sem mun bæta og auka gæði í þjónustu við íbúa á Norðurlandi.
Klasinn mun leiða saman hagaðila í opinbera geiranum, einkafyrirtækjum og vísindasamfélaginu ásamt því að stuðla að þróun í þjónustu og fjárfestingu í nýrri þekkingu og nýsköpun.
Helstu verkefni og ábyrgð
Stefnumótun og þróun í samráði við stjórn klasans
Dagleg umsjón og verkefnastýring
Greiningarvinna og framsetning á gögnum
Móta samráðsvettvang klasans
Móta rekstrarumhverfi klasans til framtíðar
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Þekking á heilbrigðis- og velferðarmálum er kostur
Reynsla af stefnumótun og verkefnastjórnun
Reynsla í að leiða saman ólíka hagaðila og góð samskiptafærni skilyrði
Framúrskarandi íslensku og ensku kunnátta
Reynsla af framsetningu gagna, skýrsluskrif og kynningar
Góð tölvu -og tækniþekking
Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands hefur verið í þróun í töluverðan tíma með aðkomu Öldrunarheimila Akureyrar, SAK, HSN, SSNE ofl. Verkefnið var gert að áhersluverkefni SSNE 2021 og hlaut nýverið hæsta styrk úr nýsköpunarsjóðnum Lóu.
Klasinn hyggist nýta tækifæri og þekkingu á norðurslóðum til að kanna möguleika á samstarfsverkefnum og stuðla að fræðslu um heilbrigðis- og velferðartækni.
Um er að ræða tímabundið starf til eins árs með möguleika á framlengingu.
Starfshlutfall er umsemjanlegt, í það minnsta 50% og starfið gæti hentað með öðrum verkefnum.
Starfið er auglýst án staðsetningar á Norðurlandi eystra.
Umsóknarfrestur er til 11. júlí og tekið er við umsóknum ásamt ferilskrá og kynningarbréfi í gegnum Alfreð
Allar nánari upplýsingar veita Axel Björgvin Höskuldsson, axel.hoskuldsson@hsn.is og Sigurður Einar Sigurðsson, ses@sak.is
25.06.2021