Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands

Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands óskar eftir öflugum verkefnastjóra. Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands er miðstöð þjónustu og þekkingar með áherslu á nýsköpun og samvinnu í heilbrigðis- og velferðartæknimálum á Norðurlandi. Klasanum er ætlað að nýta og skapa tækifæri til þróunar í heilbrigðis- og velferðarþjónustu, sem mun bæta og auka gæði í þjónustu við íbúa á Norðurlandi. Klasinn mun leiða saman hagaðila í opinbera geiranum, einkafyrirtækjum og vísindasamfélaginu ásamt því að stuðla að þróun í þjónustu og fjárfestingu í nýrri þekkingu og nýsköpun. Helstu verkefni og ábyrgð Stefnumótun og þróun í samráði við stjórn klasans Dagleg umsjón og verkefnastýring Greiningarvinna og framsetning á gögnum Móta samráðsvettvang klasans Móta rekstrarumhverfi klasans til framtíðar Menntunar- og hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi Þekking á heilbrigðis- og velferðarmálum er kostur Reynsla af stefnumótun og verkefnastjórnun Reynsla í að leiða saman ólíka hagaðila og góð samskiptafærni skilyrði Framúrskarandi íslensku og ensku kunnátta Reynsla af framsetningu gagna, skýrsluskrif og kynningar Góð tölvu -og tækniþekking Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands hefur verið í þróun í töluverðan tíma með aðkomu Öldrunarheimila Akureyrar, SAK, HSN, SSNE ofl. Verkefnið var gert að áhersluverkefni SSNE 2021 og hlaut nýverið hæsta styrk úr nýsköpunarsjóðnum Lóu. Klasinn hyggist nýta tækifæri og þekkingu á norðurslóðum til að kanna möguleika á samstarfsverkefnum og stuðla að fræðslu um heilbrigðis- og velferðartækni. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs með möguleika á framlengingu. Starfshlutfall er umsemjanlegt, í það minnsta 50% og starfið gæti hentað með öðrum verkefnum. Starfið er auglýst án staðsetningar á Norðurlandi eystra. Umsóknarfrestur er til 11. júlí og tekið er við umsóknum ásamt ferilskrá og kynningarbréfi í gegnum Alfreð Allar nánari upplýsingar veita Axel Björgvin Höskuldsson, axel.hoskuldsson@hsn.is og Sigurður Einar Sigurðsson, ses@sak.is

Hringrás Nýsköpunnar

SSNE, SSNV, NÍN, RATA, Hacking Hekla og Eimur lögðu saman inn umsókn í Lóuna, nýsköpunarsjóð landsbyggðanna, til að byggja upp Hringrás Nýsköpunnar á Norðurlandi.

Tvö störf á lögfræði- og fyrirtækjasviði Byggðastofnunar

Stjórnsýsla póstmála hefur nú flust til Byggðastofnunar, skv. lögum um póstþjónustu. Byggðastofnun leitar að tveimur sérfræðingum með góða samskipta- og skipulagshæfileika sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi og áhugaverð verkefni á nýju verkefnasviði stofnunarinnar, auk þess að vinna að þeim fjölbreyttu þáttum byggðamála sem sinnt er af stofnuninni. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall beggja starfa er 100%. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.

Hólasandslína 3

23. júní fór verkefnaráð Hólasandslínu 3 í vettvangsferð á slóðir línunnar. Nú hillir undir lok verksins og gaman að sjá möstrin rísa á Hólasandi. Ennþá er stefnt að spennusetningu línunnar í lok árs og óhætt að segja að það sé góður gangur í verkefninu. Framkvæmdin sem hér um ræðir felst í nýbyggingu 220 kV raflínu, Hólsandslínu 3 frá Akureyri að Hólasandi. Markmið framkvæmdarinnar er bætt orkunýting, aukin flutningsgeta og að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdin er einnig mikilvæg fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi. Línuleiðin er innan fjögurra sveitarfélaga: Akureyrarkaupstaðar, Eyjafjarðarsveitar, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps.

Starf án staðsetningar - sérfræðingur hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en sjóðurinn er hluti af skrifstofu sveitarstjórnarmála í ráðuneytinu.

Laust starf hjá SSNE: Verkefnastjóri - Fjármál og rekstur

Leitað er að öflugum verkefnastjóra fjármála og reksturs hjá SSNE. Verkefnastjórinn kemur einnig að atvinnuráðgjöf og nýsköpun. Um fullt starf er að ræða og gott ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst. Starfið er á Akureyri og er umsóknarfrestur til 28.júní

Vegvísir: gagnvirkur upplýsingavefur um samgöngur, fjarskipti og byggðamál

Á vefnum eru upplýsingar um markmið, aðgerðir, fjármagn, framvindu og árangur í þremur lykiláætlunum ráðuneytisins – samgönguáætlun, fjarskiptaáætlun og byggðaáætlun þar sem hægt er að fylgjast með fjármögnun, framvindu og árangri í yfir 500 verkefnum og stöðu 60 árangursmælikvarða.

Auglýst eftir styrkjum til verkefna á sviði endurnýjanlegrar orku og orkukerfa

GEOTHERMICA og JPP Smart Energy Systems auglýsa eftir umsóknum um styrki til verkefna í sameiginlegu kalli fyrir árið 2021 „Accelerating the Heating and Cooling Transition“. Opinn kynningarfundur verður haldinn á netinu þann 9. júní 2021 frá kl. 13:00 - 15:30, þar sem farið verður yfir áherslur og umsóknarskilyrði.

Millilandaflug um Akureyrarflugvöll

Áhersluverkefni ársins 2021 voru samþykkt þann 5. febrúar sl. á 21. stjórnarfundi SSNE. Um er að ræða 11 mikilvæg og metnaðarfull verkefni sem meðal annars er ætlað er að fylgja eftir áherslum sem lagðar eru fram á þingum samtakanna. Verkefnunum er öllum ætlað að vera lokið í apríl 2022. Alls var 60,7 m.kr. úthlutað að þessu sinni, þar af var úthlutað til Circel Air 5 m. kr. vegna verkefnisins „millilandaflug – næstu skref“

Hugmyndasamkeppni lokið – vinningshafar!

Takk fyrir þátttökuna í hugmyndaþorpi Norðurlands og að sameinast í að takast á við áskoranir tengdar fullvinnslu afurða! Margar skemmtilegar og áhugaverðar hugmyndir urðu til í þorpinu og ýmislegt sem hægt er að skoða betur. Þorpið er enn opið þó að hugmyndasamkeppninni sé lokið og við hvetjum fólk til að kíkja þar inn og skimast um.
Getum við bætt síðuna?