Fara í efni

Til­nefn­ing­ar til Lofts­lags­við­ur­kenn­ing­ar 2021

Til­nefn­ing­ar til Lofts­lags­við­ur­kenn­ing­ar 2021

Til­nefn­ing­ar óskast til lofts­lags­við­ur­kenn­ing­ar Reykja­vík­ur­borg­ar og Festu fyr­ir ár­ið 2021. Hægt er að til­nefna fyr­ir­tæki, fé­laga­sam­tök, stofn­an­ir eða ein­stak­linga. Til­nefn­ing­ar þurfa að ber­ast fyr­ir 27. októ­ber en við­ur­kenn­ing­in verð­ur veitt á Lofts­lags­fund­in­um þann 19. nóv­em­ber næst­kom­andi í Hörpu ( nán­ari upp­lýs­ing­ar um fund­inn).

Markmið við­ur­kenn­ing­ar­inn­ar er að vekja at­hygli á því sem vel er gert í lofts­lags­mál­um og vera hvatn­ing.

Til­nefn­ing­arn­ar geta ver­ið frá að­il­un­um sjálf­um eða öðr­um.

Við­ur­kenn­ing­in var veitt í fyrsta sinn 2017. Þau sem hafa hlot­ið við­ur­kenn­ing­una hing­að til eru:

  • 2020: Land­spít­ali. Car­bfix hlaut ný­sköp­un­ar­verð­laun.
  • 2019: EFLA verk­fræði­stofa
  • 2018: Klapp­ir Græn­ar Lausn­ir hf. Auk þess voru 3 til­nefnd: ÁTVR, Efla verk­fræðiskrif­stofa og IKEA.
  • 2017: HB Grandi. Auk þess hlaut vef­ur­inn lofts­lag.is fræðslu- og upp­lýs­inga­við­ur­kenn­ingu vegna lofts­lags­mála og ISA­VIA hlaut hvatn­ing­ar­við­ur­kenn­ingu.

 Nánari upplýsingar má finna hér

 

 

 

 

Getum við bætt síðuna?