Fara í efni

Verkfærakista fyrir fyrirtæki um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Heimsmarkmiðin. Markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Heimsmarkmiðin. Markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Verkfærakista fyrir fyrirtæki um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Í gær gaf verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna út verkfærakistu um innleiðingu fyrirtækja á markmiðunum. Verkfærakistunni er ætlað að vera fyrirtækjum til leiðbeiningar um hvernig þau geta lagt sitt af mörkum í þágu heimsmarkmiðanna en fyrr á þessu ári gaf verkefnastjórnin út sambærilega verkfærakistu fyrir sveitarfélög.

Verkfærakistan veitir fyrirtækjum leiðbeiningar um hvernig þau geta lagt sitt af mörkum til heimsmarkmiðanna með því að aðlaga starfsemi sína, áætlanir sem og árangursmælingar að markmiðunum. Hún byggir á erlendum fyrirmyndum auk dæma frá Íslandi og þá var Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, ráðgjafa einnig innan handar um efnistök og innihald. Fyrirtæki sem vinna markvisst að því að innleiða sjálfbærni í rekstur sinn bæta með því samkeppnishæfni sína, minnka
áhættu í rekstri og laða til sín fjármagn og gott starfsfólk. Með vinnu að heimsmarkmiðunum sköpum við betra samfélag og umhverfi en jafnframt betri rekstur fyrirtækja.

Verkfærakistan setur fram fimm skref sem er ætlað að aðstoða fyrirtæki við að taka fyrstu skrefin í því að tengja heimsmarkmiðin við viðskiptastefnu sína og þannig vinna markvisst að innleiðingu þeirra. Skref tvö til fimm er hægt að hugsa sem hringrás eða stöðugt ferli þar sem reglulega er gert endurmat á markmiðum, aðgerðum og mælingum. Verkfærakistan er ekki tæmandi listi yfir aðferðir við innleiðingu heimsmarkmiðanna heldur er tilgangurinn að gefa hugmyndir að hagnýtum leiðum til að nálgast markmiðin og efla um leið sjálfbærni í daglegum rekstri.

Hér að neðan má finna verkfærakistur:

 

Getum við bætt síðuna?