Fara í efni

Opið fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð

Opið fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð

Opið er fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð. Lýðheilsusjóður starfar samkvæmt lögum um landslækni og lýðheilsu (41/2007) og reglugerð um lýðheilsusjóð (1260/2011).
Hlutverk sjóðsins er að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu, bæði innan og utan embættisins, í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum. Styrkir eru veittir til verkefna og afmarkaðra hagnýtra rannsókna.

Í ár er lögð áhersla á eftirfarandi:

  • Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu og félagsfærni.
  • Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði, svefni og hreyfingu.
  • Áfengis, vímu- og tóbaksvarnir.
  • Verkefni sem tengjast kynheilbrigði.
  • Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu.

Við úthlutun verður tekið mið af eftirfarandi stefnum stjórnvalda:

Verkefni sem unnin eru í víðtæku samstarfi hagsmunaaðila í samfélaginu og verkefni með eigin fjármögnun og/eða aðra fjármögnun hafa forgang við yfirferð umsókna. Þá er einnig mikilvægt að verkefnin byggi á faglegum grunni og hafi raunhæf og skýr markmið.

Umsækjendur eru hvattir til þess að sækja um í tímanlega til þess að minnka álag á umsóknarkerfið síðustu dagana áður en umsóknarfresti lýkur. Þá er einnig gott að gefa sér nægan tíma til þess að ganga frá umsókn þannig að allar upplýsingar og fylgiskjöl séu til staðar.

Gera þarf grein fyrir því hvernig árangur verkefnisins verður metinn, hvernig fjármagni verður varið og skila skal framvindu- eða lokaskýrslu að verkefni loknu.

Umsóknarfrestur rennur út 15. nóvember 2021. 

Sótt er um á vefsvæði Lýðheilsusjóðs .

Sjá nánar um lýðheilsusjóð.

 

 

Getum við bætt síðuna?