
Minjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr fornminjasjóði
Sjóðurinn veitir styrki til rannsókna á fornminjum, þar á meðal til fornleifaskráningar, miðlunar upplýsinga um þær og til varðveislu og viðhalds á fornminjum. Sjóðnum er einnig heimilt að veita styrki til viðhalds annarra menningarminja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi, t.d. minja sem njóta ekki friðunar á grundvelli aldurs en teljast hafa varðveislugildi, svo sem skipa, báta og annarra samgöngutækja
10.12.2021