Norrænn matvælafrumkvöðull 2019: Bondens Skafferi, Svíþjóð
Verðlaunahafinn tengir saman framleiðendur, matreiðslumenn og matvöruverslanir. Hann hjálpar bændum að koma framleiðsluvöru sinni á markað og tryggir að framleiðendur fái gott verð fyrir framleiðsluvöru sína. Skafferi vekur athygli á mikilvægi uppruna matvælanna, gæða þeirra og árstíðabundins breytileika.
Norrænn matvælalistamaður 2019: Ainoa Winery, Finnlandi
Verðlaunahafinn hefur fyllt upp í eyðu í norrænni matargerðalist með því að nota villt ber og önnur hágæðahráefni úr skógum til þess að búa til vín sem hefur verið vel tekið alþjóðlega og eru punkturinn yfir i-ið með matnum og skapa hreina norræna bragðreynslu.
Norrænn matvælamiðlari 2019: Claus Meyer, Danmörku
Claus Meyer hefur veitt danskri matarmenningu innblástur í áratugi. Í tengslum við stefnuyfirlýsinguna um ný norræn matvæli miðlar Claus Meyer af hugsjón og krafti um staðbundna framleiðslu, sjálfbærni, aðlögun og líffræðilega fjölbreytni.
Norrænn matur fyrir marga 2019 Anne-Birgitte Agger, Danmörku
Verðlaunahafinn er „vél með sýn“, óþreytandi að skapa tækifæri sem þjóna þeirri hugsjón að sjá eldhúsum opinberra stofnanna heillar borgar fyrir sjálfbærum, næringarríkum máltíðum sem matreiddar eru frá grunni. Hún leitast alltaf við að verja það sem veikara er fyrir og skorar á alla - frá forystufólki til námsmanna - að velja sjálfbærni og umhverfið, allt frá því sem fer á diskinn og áfram.
Norrænn mataráfangastaður 2019: Gimburlombini – Nólsoy, Færeyjum
Hinni litlu og afskekktu eyju Nólsoy hefur tekist að komast á kortið með því að virkja heimafólk í ferðamennsku. Heimafólkið nýtir það sem eyjan hefur upp á að bjóða á nýskapandi og nútímalegan hátt. Áður hafði fólkið yfirgefið eyjuna. Nú er það um kyrrt og tekur þátt í frásögninni um þennan áfangastað.
Norrænn matur fyrir börn og ungt fólk 2019: Hävikki-battle – baráttan gegn matarsóun – Motiva Oy, Finnlandi
Verðlaunahafinn hefur þróað aðferð til þess að kenna og hvetja ungt fólk til að breyta matarsóun í verðmæti og deila því á samfélagsmiðlum. Með því að nota allar hugsanlegar aðferðir og koma til móts við ungt fólk í daglegu lífi þess skapar verkefnið þekkingu og áhugahvetjandi meðvitund til þess að læra af reynslu út lífið.