Fara í efni

Glæðum Grímsey: Opið fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð

Mynd: MN
Mynd: MN

Glæðum Grímsey: Opið fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð

Frumkvæðissjóður Brothættra byggða í byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey auglýsir eftir umsóknum.

Umsóknarfrestur er til og með 24. nóvember 2021.

Styrkir eru veittir í eftirfarandi flokkum:

- Verkefna- og stofnstyrkir á sviði atvinnu- og nýsköpunar
- Verkefnastyrkir á sviði samfélagseflingar

Sjóðurinn er opinn einstaklingum, félögum og öðrum lögaðilum óháð búsetu.
Umsókn skal uppfylla skilyrði sjóðsins og úthlutunarreglur.

Verkefnisstjóri Glæðum Grímsey, Arna Björg Bjarnadóttir býður upp á viðtalstíma og persónulega ráðgjöf varðandi umsóknarskrif. Hægt er að senda henni  tölvupóst eða hringja í síma 464 5405 / 896 2339. Einnig er hún með viðveru á skrifstofu SSNE, Hafnarstræti 91, Akureyri (3.hæð).

Umsóknir skulu berast til verkefnisstjóra Glæðum Grímseyjar á arna@ssne.is

NÁNARI UPPLÝSINGAR OG EYÐUBLÖÐ ER AÐ FINNA HÉR.

Glæðum Grímsey er hluti af verkefnum Brothættra byggða undir stjórn Byggðastofnunar. Til ráðstöfunar er styrkfé vegna áranna 2021 og 2022. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Getum við bætt síðuna?