Glæðum Grímsey: Opið fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð
Glæðum Grímsey: Opið fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð
Frumkvæðissjóður Brothættra byggða í byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey auglýsir eftir umsóknum.
Umsóknarfrestur er til og með 24. nóvember 2021.
Styrkir eru veittir í eftirfarandi flokkum:
- Verkefna- og stofnstyrkir á sviði atvinnu- og nýsköpunar
- Verkefnastyrkir á sviði samfélagseflingar
Sjóðurinn er opinn einstaklingum, félögum og öðrum lögaðilum óháð búsetu.
Umsókn skal uppfylla skilyrði sjóðsins og úthlutunarreglur.
Verkefnisstjóri Glæðum Grímsey, Arna Björg Bjarnadóttir býður upp á viðtalstíma og persónulega ráðgjöf varðandi umsóknarskrif. Hægt er að senda henni tölvupóst eða hringja í síma 464 5405 / 896 2339. Einnig er hún með viðveru á skrifstofu SSNE, Hafnarstræti 91, Akureyri (3.hæð).
Umsóknir skulu berast til verkefnisstjóra Glæðum Grímseyjar á arna@ssne.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR OG EYÐUBLÖÐ ER AÐ FINNA HÉR.
Glæðum Grímsey er hluti af verkefnum Brothættra byggða undir stjórn Byggðastofnunar. Til ráðstöfunar er styrkfé vegna áranna 2021 og 2022.