Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Fréttabréf SSNE fyrir október komið út

Fréttabréf SSNE fyrir október mánuð er nú komið út. Þetta er 8. tbl fréttabréfsins, en stefnt er að því að gefa slíkt rafrænt fréttabréf út í lok hvers mánaðar þar sem við förum í stuttu máli yfir þau helstu mál og verkefni sem við fáumst við á hverjum tíma.

Rafræn vinnustofa með ráðgjöfum frá SSNE vegna styrkumsókna úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra

Boðið er upp á rafræna vinnustofu á föstudaginn 30. okt og mánudaginn 2. nóv þar sem við förum stuttlega yfir umsóknarferlið, hvað er gott að hafa í huga við frágang umsókna og fleiri hagnýta punkta sem gætu gagnast styrkumsækjendum.

Breytingar á viðverutíma SSNE vegna styrkumsókna í Uppbyggingarsjóð

Þar sem Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi vegna Covid-19 mun áður auglýstum viðverutíma SSNE á Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópaskeri, Húsavík, Laugum, Reykjahlíð, Grenivík, Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði vegna styrkumsókna í Uppbyggingarsjóð verða breytt í rafræna aðstoð sem hægt er að bóka í gegnum tölvupóst eða síma.

Ársþing SSNE 2020

Opið fyrir styrkumsóknir úr Uppbyggingarsjóði

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2021

Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála.  
Getum við bætt síðuna?