Nú á tímum lokana, ferðatakmarkana og heimavinnu er kannski erfitt að hugsa fram á við og stefna að alþjóðlegu samstarfi. Því vill NORA breyta með því að halda rafrænt hakkaþon fyrir ungt fólk á norður-Atlantshafssvæðinu.
Hakkaþonið ‘Think Rural, Think Digital, Think Ahead!’ verður haldið dagana 19. til 21. mars og markmiðið er að fá ungt fólk frá Færeyjum, Íslandi, Grænlandi, Noregi, Skotlandi, Maine-fylki í Bandaríkjunum og Ontario í Kanada til að þróa saman lausnir á sameiginlegum áskorunum. Þátttakendur skulu vera á aldrinum 18-35 ára. Þátttaka er ókeypis. Skráningarfrestur er til og með 15. mars.