Fara í efni

Niðurstöður vinnustofunnar Tunglskotin heim í hérað - samantekt og myndbönd

Niðurstöður vinnustofunnar Tunglskotin heim í hérað - samantekt og myndbönd

Dagana 20. – 21. ágúst fór fram vinnustofan Tunglskotin heim í hérað. Um var að ræða vinnustofu fyrir þátttakendur í nýsköpunarumhverfi landsbyggðanna og var hún haldin í Frystiklefanum á Rifi á Snæfellsnesi. Nú er hægt að nálgast niðurstöður vinnustofunnar í samantekt í texta og myndbandaformi. 

Til dæmis má sjá kynningu frá Arnari hjá Austan Mána sem er einn af skipuleggjendum vinnustofunnar um nýsköpun sem vistkerfi en það er afar áhugaverð nálgun þar sem allt sem gert er hefur áhrif á annað líkt og lífræn vistkerfi. Tveir verkefnastjórar SSNE mættu á vinnustofuna og hafa unnið áfram með hugmyndir og verkefni af vinnustofunni. Til dæmis að halda áfram að rækta vistkerfi nýsköpunnar í dreifðum byggðum með verkefninu Norðanátt og fleirum verkefnum ásamt því að sífellt er í þróun eftirfylgni með dreifingu styrkveitinga á landsbyggðirnar. 

Arnar kom inn á það að mikilvægt sé að horfa á vistkerfið í dreifðum byggðum með áherslu á styrkleika dreifðari byggða til að drífa nýsköpun áfram á þeim svæðum, hvað skilur dreifðari byggðir að frá þéttbýli og hvernig getur nýsköpun í dreifðum byggðum aðstoðað við áskoranir heimsins í dag? Það eru stórar spurningar en mikilvægt að vinna áfram að því markmiði að efla nýsköpun í dreifðum byggðum. 

 

 

Getum við bætt síðuna?