158 umsóknir um styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra
158 umsóknir um styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra
Fimm vikna umsóknarfresti í Uppbyggingarsjóð NE lauk í síðustu viku og að þessu sinni bárust 158 umsóknir sem er nokkur lækkun frá síðasta ári þegar heildarfjöldi umsókna var 201. Árið þar á undan bárust einnig 158 umsóknir.
Töluvert álag var á starfsmönnum og tölvukerfi síðustu dagana fyrir lokaskil en þó virtust skilaboð okkar um að vinna tímanlega í umsóknunum hafa skilað sér því betri dreifing var á skiladegi umsókna en áður hefur verið. Við gróflestur umsókna má sjá mikla breidd og dýpt í verkefnum sem fyrirhuguð eru en umsóknirnar skiptast í þrjá styrkjaflokka:
- 67 umsóknir bárust vegna verkefnastyrkja á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar
- 72 umsóknir bárust vegna verkefnastyrkja á sviði menningar
- 19 umsóknir bárust vegna stofn- og rekstrarstyrkja á sviði menningar
Úthlutunarnefnd hefur störf sín í þessari viku en hún er skipuð 6 manns sem munu nú lesa yfir umsóknir og fylgigögn þeirra og meta eftir fyrirframútgefnu matsblaði sjóðsins. Frekari upplýsingar um fjölda umsókna og úthlutaða styrki skipt eftir sveitarfélögum munu verða birtar að úthlutun lokinni en stefnt er að því að tilkynna um úthlutun eigi síðar en 21.janúar.
Um umsýslu sjóðsins sjá Ari Páll (aripall@ssne.is), Hildur (hildur@ssne.is) og Rebekka (rebekka@ssne.is).