Úrgangsmál á Norðurlandi
Úrgangsmál á Norðurlandi
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra stóðu sameiginlega að fjarfundi um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Eygerður Margrétardóttir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ræddi um breytta úrgangsstjórnun sveitarfélaga og í kjölfar hennar kom Rakel Sigurveig Kristjánsdóttir frá Umhverfisstofnun og fjallaði um svæðisáætlanir, stöðu þeirra og hlutverk Umhverfisstofnunar í því sambandi. Að lokum sagði Helgi Þór Ingason frá forverkefni um framtíðarlausn til meðhöndlunar brennanlegs úrgangs í stað urðunar.
Fundurinn var tekinn upp og hægt er að sjá upptöku af fundinum hér fyrir neðan.