Upptaka af kynningarfundi Atvinnumála kvenna um styrki og lán
Upptaka af kynningarfundi Atvinnumála kvenna um styrki og lán
Miðvikudaginn 16.febrúar var haldinn rafrænn kynningarfundur um styrki og lán sem eru í boði hjá Atvinnumálum kvenna. Hér fyrir neðan er upptaka af kynningarfundinum.
Hægt er að sækja um styrki til vöruþróunar, markaðssetningar og til gerðar viðskiptaáætlunar. Hámarksstyrkur er 4 m.kr. og er helmingur af kostnaði styrkhæfur.
Fyrirtæki í meirihlutaeigu kvenna geta sótt um allt að 10 m.kr.lán hjá Svanna-lánatryggingasjóði kvenna. Lánin eru veitt til verkefna sem geta leitt til atvinnusköpunar og verðmætaaukningar í fyrirtækjum.
Nánari upplýsingar veitir Ásdís Guðmundsdóttir - asdis.gudmundsdottir@vmst.is eða í síma 531-7080