Þín afstaða skiptir máli - Fyrirtækjakönnun landshlutanna 2022
Þín afstaða skiptir máli - Fyrirtækjakönnun landshlutanna 2022
Viltu vera með í fyrirtækjakönnun landshlutanna 2022? Smelltu þá á hlekkinn aftast í þessari frétt. Afstaða þín skiptir máli.
Fyrirtækjakönnun landshlutanna er á vegum landshlutasamtaka, atvinnuþróunarfélaga og Byggðastofnunar. Hún er ætluð öllum, stórum og smáum rekstraraðilum/fyrirtækjum sem eru í framleiðslu eða bjóða þjónustu. Markmiðið er að kanna hver staða þeirra er til að geta stutt þau betur hvar sem þau eru á landinu.
Könnunin er valkvæð og þér ber ekki nokkur skylda til að svara könnuninni eða einstökum hluta hennar.
Í þessari könnun er spurt um hvort fyrirhugað sé að bæta við fólki eða fækka og hvort það vanti menntað starfsfólk. Hvort fyrirtæki ætli að fjárfesta eða losa sig við framleiðslutæki og -tól. Þá er spurt um nokkur atriði er lýsa tegund og eðli rekstursins. Að lokum er spurt út í nokkur atriði er tengjast stöðu eftirspurnar hjá fyrirtækjunum, stuðningsgreinar og þekkingu þeirra á stoðkerfinu.
Úrvinnsla könnunarinnar verður með sambærilegum hætti og þegar hún var framkvæmd síðast (sjá hér). Hún fer þannig fram að reiknuð verða meðaltöl svaranna eftir landshlutum og stundum atvinnugreinum. Stundum er gerð aðhvarfsgreining og þá getur verið gagnlegt að nota viðbótarupplýsingar annars staðar frá til að fá greinilegri niðurstöður. Ekki verða birtar upplýsingar sem rekja má til einstakra fyrirtækja eða einstaklinga, í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Aðeins verða birtar niðurstöður þeirra hópa sem spurt er um í
könnuninni.
Svör og niðurstöður könnunarinnar verða nýtt af öllum landshlutasamtökum, atvinnuþróunarfélögum og Byggðastofnun. Athygli skal vakin á því að jafnvel þó ekki sé verið að safna persónueinkennum (kennitölum eða ip-tölum) þá kann að vera hægt vegna tilviljana, þó litlar líkur séu á, að rekja stöku svar til þátttakanda ef borin eru saman svör tveggja eða fleiri spurninga t.d. ef aðili er eina fyrirtækið í sjávarútvegi í viðkomandi sveitarfélagi. Slíkt verður þó aldrei nýtt á nokkurn hátt eða birt í neinni
úrvinnslu á könnuninni.
Ef þú hefur einhverjar spurningar vegna könnunarinnar, þá vinsamlegast hafðu samband við Vífil Karlsson hjá SSV í síma 4332314 eða 6959907.
Ef þú samþykkir að taka þátt í þessari könnun ýttu þá á hlekkinn hér : HLEKKUR INN Í KÖNNUNINA