Kaffispjall fyrir ferðaþjónustuaðila
Kaffispjall fyrir ferðaþjónustuaðila
SSNE og Dalvíkurbyggð bjóða ferðaþjónustuaðilum í kaffispjall í Menningarhúsinu Bergi, þriðjudaginn 8. mars kl. 11:00.
Allir ferðaþjónustuaðilar og þeir sem starfa í ferðaþjónustu á svæðinu eru velkomnir.
Umræðuefni fundarins eru t.d. möguleg móttaka skemmtiferðaskipa í Dalvíkurhöfn, hvernig hefur gengið hjá ferðaþjónustuaðilum í heimsfaraldrinum, bókunarstaða sumarsins og önnur málefni sem brenna á gestum.
Ekki hika við að hafa samband ef þið eruð með einhverjar spurningar.
Gott væri að þeir sem hafa áhuga skrái sig á fundinn uppá veitingarnar.
Við hlökkum til að sjá sem flesta.
Íris Hauksdóttir, irish@dalvikurbyggd.is, s. 847-4176
Anna Lind, annalind@ssne.is, s. 848-7440