Fara í efni

Lykilstöður nýs ráðuneytis lausar til umsóknar - Störf án staðsetningar

Lykilstöður nýs ráðuneytis lausar til umsóknar - Störf án staðsetningar

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið tók til starfa 1. febrúar og leitar nú að afburða einstaklingum til að gegna lykilstöðum í ráðuneytinu.

Hlutverk ráðuneytisins er að leysa krafta úr læðingi og framsækið skipuritið ber það með sér að ráðuneytið ætlar sér að leiða saman það afl sem býr í háskólum, vísindum, nýsköpun, iðnaði, fjarskiptum og upplýsingatækni.

Ráðuneytið leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um störfin. SSNE fagnar því að ðuneytið er jákvætt fyrir störfum án staðsetningar og hvetjum áhugasama í landshlutanum að sækja um þessar metnaðarfullu stöður.

Allar nánari upplýsingar um störfin eru á Starfatorgi - vísun í „Nánari upplýsingar“ í texta við hvert starf hér að neðan.

Ráðuneytisstjóri

Ráðuneytisstjóri er fyrirliði ráðuneytisins og það er í hans verkahring að leiða starf þess ogstefnumótun. Ráðuneytisstjóri ber faglega og fjárhagslega ábyrgð gagnvart ráðherra á flestu því sem heyrir undir starfsemi ráðuneytisins.

Nánari upplýsingar - umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar.

Skrifstofustjóri stefnumörkunar

Skrifstofustjóri stefnumörkunar skal búa yfir leiðtogahæfileikum og krafti til að leiða nýtt verklag og leggja grunn að árangursdrifinni menningu í starfi ráðuneytisins.

Skrifstofa stefnumörkunar er m.a. í forsvari fyrir stefnumótun, fjármálaáætlun, alþjóðasamstarfi og vinnu við lagafrumvörp. Skrifstofustjóri ber faglega og stjórnunarlega ábyrgð þar á.

Nánari upplýsingar - umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar.

Skrifstofustjóri framkvæmdar og eftirfylgni

Skrifstofustjóri framkvæmdar og eftirfylgni skal búa yfir viðamikilli þekkingu á öllu er við kemur fjármálum auk þess sem reynsla úr stjórnsýslunni er mikils metin.

Skrifstofa framkvæmdar og eftirfylgni er kletturinn í starfi ráðuneytisins varðandi framkvæmd fjárlaga, samningagerð og samskipti við ríkisaðila og ber skrifstofustjóri faglega og stjórnunarlega ábyrgð þar á.

Nánari upplýsingar - umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar.

Upplýsingafulltrúi

Upplýsingafulltrúi þarf að búa yfir framúrskarandi samskiptahæfileikum, reynslu og færni til hverskonar boðmiðlunar.
Upplýsingafulltrúi starfar á skrifstofu yfirstjórnar og hér mun viðkomandi fá einstakt tækifæri til að taka þátt í mótun bæði starfsins og ráðuneytisins.

Nánari upplýsingar - umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar.

Getum við bætt síðuna?