Frumkvæðissjóður Brothættra byggða í byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey úthlutaði nýlega rúmlega 16 milljónum króna til tólf verkefna sem sóttu um stuðning til sjóðsins. Að þessu sinni var um að ræða tvöfalda fjárhæð til úthlutunar, þ.e. fyrir úthlutunarárin 2021 og 2022. Heildarkostnaður við verkefnin er um 55.5 milljónir króna, en sótt var um styrki að upphæð alls 23.3 m.kr. Þetta er síðasta úthlutun úr sjóðnum í verkefninu GLG, en verkefninu lýkur í lok árs 2022.