Fulltrúi SSNE í Loftlagsráði
Fulltrúi SSNE í Loftlagsráði
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tilnefnt Smára Jónas Lúðvíksson verkefnastjóra umhverfismála hjá SSNE til setu í Loftlagsráði.
Loftlagsráð hefur það meginverkefni að veita stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir og markmið Íslands sem tengjast loftlagsmálum. Loftlagsráð er þannig vettvangur hagaðila að koma ábendingum og hugmyndum á framfæri til stjórnvalda. Ráðið nýtist einnig vel sem samræðuvettvangur fyrir fulltrúa ólíkra sjónarmiða til að fjalla um um mismunandi leiðir til að takast á við þau loftslagstengdu úrlausnarefni sem við stöndum frammi fyrir.
Smári tekur sæti annars tveggja fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga og tekur sæti Sveins Margeirssonar, fráfarandi sveitarstjóra Skútustaðahrepps.
Aðrir fulltrúar og varafulltrúar í ráðinu koma frá ASÍ, Festu, Bændasamtökum Íslands, Viðskiptaráði Íslands, Neytendasamtökunum, Samtökum atvinnulífsins, umhverfissamtökum og háskólasamfélaginu.