Brot af því besta frá starfsemi SSNE í maí
Brot af því besta frá starfsemi SSNE í maí
Víða er komið við í nýjasta fréttabréfi SSNE þar sem meðal annars er þrýst er á stjórnvöld að stilla saman hljóð og mynd í uppbyggingu ferðamannastaða og dreifingu ferðamanna um landið. Sagt er frá vel heppnuðum Fiðringi, hæfileikakeppni grunnskóla og gustinum í Norðanáttinni sem er samstarfsverkefni um nýsköpun með áherslu á loftlagsmál og hringrásarhagkerfið. Þá förum við yfir þá sjóði sem eru að auglýsa eftir umsóknum og fjöllum stuttlega um ýmis verkefni sem nýlega hafa tryggt sér fjármögnun í gegnum opinbera styrki.
SSNE tekur reglulega á móti góðum gestum og að þessu sinni voru sendinefndir frá Grænlandi annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar sem sóttu okkur heim en aukin áhersla verður á alþjóðasamstarf nú þegar heimurinn er að opnast á ný, og fleiri gáttir opnar inn í landið með tilkomu Niceair. Það var stór áfangi sem SSNE átti lítinn, en mikilvægan þátt í en undirbúningsvinnan við stofnun nýs flugfélags var styrkt með fjármagni úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Þá tókum við á móti frændum okkar í Noregi þegar síðasta síldartunnan skilaði sér til Siglufjarðar en fulltrúar SSNE fóru með norsku sendinefndina víðsvegar um Tröllaskagann í fyrirtækjaheimsóknir og stígvélakast.
Því ekki að setjast niður og slappa af með kaffi í annarri og fréttabréf SSNE í hinni? Rafrænt og kolefnislaust.