Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Metfjöldi umsókna í Frumkvæðissjóð Betri Bakkafjarðar

Í Frumkvæðissjóð Brothættra byggða í byggðaþróunarverkefninu Betri Bakkafjörður bárust 17 umsóknir. Er þetta mesti fjöldi umsókna síðan verkefnið hófst. Umsóknirnar eru fjölbreyttar og hafa það allar að markmiði að styrkja innviði Bakkafjarðar, skapa atvinnu og stuðla að sterkari stöðu byggðarlagsins í samræmi við stefnumótun fyrir verkefnið sem samþykkt var á íbúafundi haustið 2019.

Almenningssamgöngur austan Tjörnes - Niðurstöður

SSNE fékk styrk úr A.10 sjóði byggðaáætlunar Almenningssamgöngur um land allt fyrir árið 2019 til að skoða samnýtingu póst- og farþegaflutninga á milli Húsavíkur og Langanesbyggðar. Helstu niðurstöður eru að enn eru kerfislægar hindranir í vegi fyrir að auðveldlega megi fara í samnýtingu til að hagnýta allar ferðir á svæðinu. Niðurstöður þeirrar vinnu voru dregnar saman í skýrslu sem finna má í fréttinni.
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Minjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr fornminjasjóði

Sjóðurinn veitir styrki til rannsókna á fornminjum, þar á meðal til fornleifaskráningar, miðlunar upplýsinga um þær og til varðveislu og viðhalds á fornminjum. Sjóðnum er einnig heimilt að veita styrki til viðhalds annarra menningarminja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi, t.d. minja sem njóta ekki friðunar á grundvelli aldurs en teljast hafa varðveislugildi, svo sem skipa, báta og annarra samgöngutækja
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Fundur með sveitarstjórnafólki um áhersluverkefni SSNE 2021

SSNE boðaði til upplýsingarfjarfundar í lok nóvember, þar sem farið var yfir framgang og stöðu áhersluverkefna 2021 með sveitastjórnarfólki á Norðurlandi eystra. Fundurinn var vel sóttur og er aðgengilegur hér.

Fjallabyggð fagnar þér - Nýr upplýsingavefur

Fjallabyggð, sameinað samfélag Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, hefur brugðið á það ráð að fela sérstökum flutningsfulltrúa að einfalda fólki búferlaflutninga til staðarins. Í stað þess að þurfa að leita til margra aðila getur fólk nú beint öllum fyrirspurnum til flutningsfulltrúans sem ýmist svarar um hæl eða leitar svara og hefur samband til baka.

Opið fyrir umsóknir í nýsköpunarsjóð námsmanna

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu að rannsókna- og þróunarverkefnum. Umsóknarfrestur er til 7. febrúar 2022 kl 15.00.
Arnheiður Jóhannsdóttir og Anna Lind Björnsdóttir.

Verkefnastjóri SSNE fjallar um nýsköpun á Norðurlandi í Föstudagsþætti N4

Anna Lind Björnsdóttir, verkefnastjóri SSNE á Tröllaskaga og Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands voru gestir í Föstudagsþættinum á N4 þann 26. nóvember sl. Þær ræddu við Odd Bjarna nýsköpun og grasrótarverkefni í landshlutanum

Störf án staðsetningar: Ásgarður - skóli í skýjunum

Ásgarður auglýsir lausa til umsóknar stöðu stærðfræði og náttúrufræði kennara. Starfið er óháð staðsetningu, en höfuðstöðvar Ásgarðs eru á Akureyri. Starfið felst í að kenna í Ásgarði - skóla í skýjunum og vinna að námsgagnagerð fyrir Námsgagnatorgið. Viðkomandi þarf að hafa óbilandi áhuga á samþættingu, leiðsagnarnámi og verkefnum sem gera ráð fyrir fjölbreytileika nemenda

Fréttabréf nóvembermánaðar er komið út

Eins og alltaf er af nógu að taka í mánaðarlegu fréttabréfi SSNE sem hér er á borðstólnum.
Heimskautsgerðið við Raufarhöfn. Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands.

Dagskrá síðara aukaþings SSNE

10. desember næstkomandi verður seinna aukaþing SSNE 2021 haldið. Sem kunnugt er stóð til að halda þingið í Eyjafjarðarsveit en vegna stöðu faraldursins var það talið óumflýjanlegt að færa þingið yfir í netheima. Við erum orðin býsna vön því að halda rafræn þing og reyndar er það svo að SSNE hefur ekki enn náð að halda staðarþing. En það kemur að því og nú stefnum við bjartsýn á ársþing SSNE 2022 í Eyjafjarðarsveit í apríl á næsta ári.
Getum við bætt síðuna?