Saga af tunnu – sposk og spons síldarævintýrsins
Saga af tunnu – sposk og spons síldarævintýrsins
Það vill svo skemmtilega til að síðasta síldartunnan verður afhent Síldarminjasafni Íslands á Siglufirði þann 31. maí og mun sá dagur marka tímamót í sögu Noregs og Íslands. Ferðalag tunnunnar hefur tekið tæp 40 ár og því ærið tilefni til hátíðarhalda! Viðburðurinn er táknrænn fyrir sögu bæði viðskipta og menningar milli landanna tveggja.
Dagskráin hefst í Róaldsbrakka kl. 15:00 þar sem sendiherrar Íslands og Noregs kynna sögu síðustu síldartunnunnar og formleg afhending fer fram. Dagskránni lýkur með síldarsöltun og bryggjuballi á planinu við Róaldsbrakka.
Síldarminjasafn Íslands býður alla hjartanlega velkomna til þessarar skemmtilegu stundar!
Tunnan sem um ræðir féll frá borði Suðurlands, síðasta flutningaskipsins sem náði fram til Íslands fullfermt nýsmíðuðum tunnum frá Dale í Noregi. Mögulega var svolítill veltingur og blástur af hafi þegar Suðurlandið sigldi út Dalsfjörðinn sem varð til þess að ein tunnan félli útbyrðis. Sagan hefur verið skrifuð í skýjin, því það var Íslandsvinurinn Petter Jonny Rivedal sem fann tunnuna og bjargaði henni þegar hana rak á land nálægt heimkynnum hans við Hrífudal, handan fjarðarins við Dale, og hefur hann varðveitt hana síðan.
Hér væri upplagt að segja frá síldarævintýri Norðmanna á Íslandi líkt og hann Albert Einarsson nefnir í ,,Stutt saga um tunnu“ minnist á, en við fylgjum fordæmi hans og vísum á stórkostlegar lýsingar Hallgríms Helgasonar í bókum sínum hin 60 kíló af sólskini og kjaftshöggum.
Árum saman hefur Petter Jonny einnig haft umsjón með styttunni af Ingólfi Arnarsyni sem stendur í Hrífudal og því tekið á móti fjölda íslenskra ráðamanna, sendiherra og annarra sem heimsótt hafa styttuna og sagt þeim sögur af Ingólfi og frá tunnunni. Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra kveikti í hugmyndinni um að koma síðustu síldartunnunni til Íslands í heimsókn sinni árið 2008en hann var einnig með í för árið 1961 þegar að faðir hans Bjarni Benediktsson, fyrrum forsætisráðherra, afhjúpaði styttuna af Ingólfi.
Hér má finna upplýsingar um hina ýmsu vegi, stíga og krossgötur tunnunnar: Stjórnarráðið | Síðasta síldartunnan til Íslands frá Dale (stjornarradid.is)
Ef þú vilt dýfa þér enn frekar í silfur hafsins og skoða spons, dixla og hessíur mælum við með að vitja upplýsinga hér.