Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra – ætlar þitt sveitarfélag að vera með?

Eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar er verkefnið Auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra, sem hefur það markmið að laða að fjárfestingar í landshlutann og þar með fjölga atvinnuskapandi verkefnum í sem flestum sveitarfélögum á svæðinu.

Málþing um orkuskipti og sveitarfélög

Íslensk nýorka, Eimur, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Vestfjarðastofa standa fyrir sameiginlegum viðburði þann 29. ágúst n.k. kl. 13:00.

Mikil slagsíða á úthlutunum úr Landsáætlun

Um 908 milljónum króna verður úthlutað úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða á þessu ári, þar af aðeins 8% til Norðurlands eystra.
Mynd fengin af vef Landshelgisgæslu Ísland

Þyrla Landhelgisgæslunnar sinnir útköllum frá Akureyri

Þyrlan sem staðsett er á Akureyri hefur sinnt fimm útköllum yfir helgina, nokkur vegna alvarlegra slysa.

Beint frá býli dagurinn: Afmælishátíð í Holtseli

Í tilefni 15 ára afmælis félagsins Beint frá býli verða haldnir afmælisviðburðir um land allt, sunnudaginn 20. ágúst kl. 13-17. Á Norðurlandi eystra verður viðburðurinn haldinn í Holtseli í Eyjafirði.

Skrifstofur SSNE loka vegna sumarleyfa

Skrifstofur SSNE verða lokaðar síðustu tvær vikurnar fyrir Verslunarmannahelgi.

SSNE býður starfsfólki sínu samgöngusamning

Starfsfólki SSNE býðst nú að skrifa undir samgöngusamning og vera þannig umbunað fyrir að ferðast til og frá vinnu með vistvænum hætti. Ferðalög starfsmanna eru með stærstu losunarþáttum flestra vinnustaða, þ.m.t. hjá okkur á SSNE. Það er til mikils að vinna að draga úr þeirri losun og gerð samgöngusamninga er frábært tæki til þess.

Frjó listahátíð á Siglufirði um helgina

Listahátíðin Frjó hefst á Siglufirði á morgun. Um er að ræða fjögurra daga listahátíð þar sem saman kemur listafólk úr ólíkum áttum sem notast við ólíka miðla og sameinast í suðupotti sköpunar ár hvert. Listafólkið sækir Alþýðuhúsið og Aðalheiði S. Eysteinsdóttur heim, en viðburðir og sýningar fara fram víða um bæinn og sköpunargleði og galsi mun væntanlega einkenna bæjarlífið á Siglufirði næstu dagana.
Myndina tók Þórhallur Jónsson hjá Pedromyndum fyrir Isavia

Beint flug frá Zurich til Akureyrar

Föstudaginn 7. júlí lenti fyrsta flugvélin frá svissneska flugfélaginu Edelweiss á Akureyri. Vélin kom frá Zurich í Sviss, en flugfélagið býður upp á sjö áætlunarflug í sumar.

Byggðastofnun leitar að sérfræðingi á sviði loftslagsmála

Byggðastofnun leitar nú að réttu manneskjunni til að leiða aðlögunarverkefni íslenskra sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga. Verkefnið er tilraunaverkefni sem unnið er í samstarfi við Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið, Veðurstofu Íslands og Skipulagsstofnun, auk þeirra fimm sveitarfélaga sem hafa verið valin til þátttöku. Tvö þátttökusveitarfélaganna eru á starfssvæði SSNE; Fjallabyggð og Akureyrarbær.
Getum við bætt síðuna?