Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Framlengja verkefnið Betri Bakkafjörður og nýr verkefnisstjóri ráðinn

Eins og fram hefur komið áður hefur verið ákveðið að halda verkefninu Betri Bakkafjörður áfram út næsta ár. Byggðastofnun leggur verkefninu til fjármuni úr Brothættum byggðum líkt og verið hefur undanfarin ár og eru þau framlög nýtt til verkefnastjórnunar og til að styrkja framfaraverkefni íbúa.

Upptaka af vinnustofu styrkhafa aðgengileg

Vinnustofa styrkþegar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra var haldin í dag og er upptaka af henni nú aðgengileg á síðu Uppbyggingarsjóðs.

Styrkúthlutun Uppbyggingarsjóðs 2024

Á rafrænni úthlutunarhátíð voru í gær veittir 76 styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, en úthlutað var 73,6 m.kr. í þremur flokkum; stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar, menningarstyrkir og atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir.

Styrkjum úthlutað til verslana í dreifbýli

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036.

Frumkvæðissjóður Betri Bakkafjarðar opnar fyrir umsóknir 2. janúar

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið „Betri Bakkafjörður“ fyrir árið 2024. Umsóknarfrestur er frá 2. janúar og fram að hádegi þriðjudaginn 23. janúar 2024.

Þér er boðið á hátíð hugmynda og framtakssemi!

Taktu tímann frá á miðvikudag 13. desember kl. 15:00-16:00

Vinnustofa styrkhafa Uppbyggingarsjóðs

Vinnustofa styrkhafa Uppbyggingarsjóðs verður haldin rafrænt 18. desember kl. 11:00.

Sameiginlegur vinnudagur stjórnar og starfsfólks SSNE haldinn á Akureyri

Stjórn og starfsfólk SSNE hittust á sameiginlegum vinnudegi í Hofi í gær, þann 6. desember, þar sem gafst kærkomið tækifæri til að hittast í eigin persónu og eiga samtal um samtökin, störf þeirra og framtíðaráform. Öll sveitarfélög SSNE eiga fulltrúa í stjórn og alla jafna fara stjórnarfundir fram í netheimum.

Netmiðja á Akureyri

Í dag kynntu forsvarsaðilar Mílu samstarfssamning fyrirtækisins við sæstrengjafyrirtækið FARICE um uppbyggingu nýrrar fjarskiptamiðju á Íslandi fyrir netumferð til og frá landinu.

Opinn fundur um mótun sviðslistastefnu

Þann 6. desember verður haldinn opinn fundur og mun Bjarni Snæbjörn Jónsson leiða umræður. Við hvetjum öll áhugasöm til að skrá sig og taka þátt í umræðum miðvikudaginn kl. 13-17 í Þjóðleikhúskjallaranum eða á zoom. Skráning er nauðsynleg Mótun sviðslistastefnu - Opinn fundur Perfoming Arts Policy - Open Meeting (google.com)
Getum við bætt síðuna?