Vinnustofur RECET um orkuskipti
Vinnustofur RECET um orkuskipti
Sveitarfélög innan SSNE hafa öll fengið boð um þátttöku við gerð aðgerðaráætlunar í orkuskiptum.
Sem liður í þeirri vinnu er umhverfis- og skipulagsstarfsfólki sveitarfélaganna, kjörnum fulltrúum, sveitarstjórum og starfsfólki orku- og veitufyrirtækja boðið að taka þátt í lokuðum vinnustofum RECET um orkuskipti sem fara fram í október og nóvember.
RECET verkefnið snýst um að efla getu sveitarfélaganna til að takast á við orkuskipti í dreifðum byggðum. Markmiðið er að hvert sveitarfélag hafi í höndunum raunhæfa aðgerðaáætlun til að hraða þeirri þróun. Upp úr þeirri vinnu verður mörkuð aðgerðamiðuð heildarstefna fyrir Norðurland eystra.
Vinnustofur RECET um orkuskipti verða eftirfarandi daga:
- Norðurþing, Þingeyjarsveit og Langanesbyggð – 28.okt (mánudagur), kl. 10:00-14:00, Skúlagarði
- Akureyri – 30. október (miðvikudagur), kl. 10:00-14:00, Símey
- Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð – 5. nóvember (miðvikudagur), kl. 10:00-14:00, Menningarhúsið Tjarnarborg, Ólafsfirði
- Grýtubakkahreppur og Svalbarðsströnd – 14. nóvember (fimmtudagur), kl. 10:00-14:00, Skrifstofa Grýtubakkahrepps
- Eyjarfjarðarsveit, Hörgársveit – 19. nóvember (þriðjudagur), kl. 10:00-14:00, Símey
Í maí 2025 er fyrirhugað málþing þar sem rædd verður niðurstaða þessarar vinnu í samhengi við landsáætlanir og næstu skref.
Skráning og nánari upplýsingar má finna hér.