Fara í efni

Opið fyrir umsóknir í fjölbreytta styrkjaflokka Tónlistarsjóðs

Opið fyrir umsóknir í fjölbreytta styrkjaflokka Tónlistarsjóðs

Nú er opið fyrir afar fjölbreytta flokka Tónlistarsjóðs og hvetjum við tónlistarfólk, skipuleggjendur tónlistarhátíða, rekstraraðila tónleikastaða, umbjóðendur tónlistarfólks og aðra fagaðila sem og þá sem eru með sprota að viðskiptahugmyndum tengdum tónlist að kynna sér vel flokkana. 

Föstudaginn 1. nóvember kl. 15:00 eru umsóknarfrestir Tónlistarsjóðs úr eftirfarandi deildum:

Langtímasamningar eru í boði fyrir umsóknir um flytjenda- og viðskiptastyrki.

Auk þess er umsóknarfrestur um ferðastyrki úr deild útflutnings  30. nóvember


Umsýsla og ráðgjöf Tónlistarsjóðs er nú í höndum Tónlistarmiðstöðvar en hún var stofnuð fyrir ári síðan, með það að markmiði að verða einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs og -iðnaðar. Tónlistarmiðstöð sinnir bæði fræðslu og stuðningi við tónlistarfólk og tónlistartengd fyrirtæki, styður við uppbyggingu tónlistariðnaðarins, kynnir íslenska tónlist og tónlistarfólk á erlendri grundu og er nótnaveita fyrir íslensk tónverk.

Tónlistarmiðstöð mun styðja við uppbyggingu sprota og hlúa að ferli listafólks og verður áhersla lögð á að tryggja fjölbreytni og grósku og að starfsumhverfið verði nútímalegt og hvetjandi fyrir íslenskt tónlistarlíf. Allt í takt við stefnu Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í málefnum tónlistar 2023-2030. Með stofnun Tónlistarmiðstöðvar var stigið stórt skref í áttina að því að veita listgreininni aukið vægi og til að greiða leið íslensks tónlistarfólks, innanlands sem utan.

Getum við bætt síðuna?