Samningar vegna svæðisbundinna farsældarráða undirritaðir
Samningar vegna svæðisbundinna farsældarráða undirritaðir
Í dag undirrituðu landshlutasamtök sveitarfélega viðaukasamninga við Sóknaráætlanir hvers landshluta við mennta- og barnamálaráðuneyti. Samningarnir fjalla um fjármögnun ráðuneytisins á stöðugildi verkefnastjóra í hverjum landshluta, en verkefnastjórarnir munu vinna, í samstarfi við lykilstarfsfólk sveitarfélaga hvers landshluta, að því að koma á svæðisbundnu farsældarráði skv. 5. gr. laga nr. 86/2021.
SSNE fagnar því að þetta samkomulag sé í höfn enda felst í samningnum mikilvægur stuðningur við málefni farsældar í landshlutanum. Þá er þetta jafnframt fyrsti samningur mennta- og barnamálaráðuneytis sem byggir á Sóknaráætlunum landshlutanna en vonir standa til þess að ráðuneytið komi beint að þeim mikilvægu samningum í framtíðinni.