Haustþing SSNE
Haustþing SSNE
Haustþing SSNE er haldið í Hofi á Akureyri í dag. Dagskráin hófst klukkan 11 með setningu þingsins en gert er ráð fyrir að þingið standi til kl. 16. Auk hefðbundinna þingstarfa munu Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra ávarpa þingið. Eftir hádegi mun vinna við nýja Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029 eiga sviðið þar sem þingfulltrúar og aðrir gestir munu taka þátt í áframhaldandi mótun hennar.
Dagskrá og gögn þingsins eru aðgengileg á heimasíðu SSNE.