Sigurborg Ósk Haraldsdóttir hefur hafið störf hjá SSNE og mun hafa aðsetur á skrifstofu sambandsins á Stéttinni, Húsavík. Sigurborg kemur inn í ýmis verkefni, einkum í tengslum við umhverfis- og skipulagsmál, en auk þess mun hún koma að verkefnum í tengslum við Sóknaráætlun Norðurlands eystra líkt og fjölmenningarráði Norðurlands eystra.