Skilaboð frá ungmennum
Skilaboð frá ungmennum
Markmið ungmennaþings SSNE er að búa til vettvang fyrir ungt fólk á aldrinum 13-18 ára þar sem það fær tækifæri til að fræðast og ræða málefni sem ganga þvert á landshlutann og koma hugmyndum sínum í orð og á framfæri til stjórnar SSNE og þeirra sem við á hverjum sinni. Þema síðasta ungmennaþings var menning og skapandi greinar. Örlygur Hnefill menningarfrumkvöðull stýrði vinnustofunni Alþjóðlegur kvikmyndaiðnaður á Íslandi og skapandi viðburðarhald, starfsfólk SSNE fór yfir nokkur verkfæri til að stuðla að hamingju í okkar landshluta, skapandi breytingar og eflingu byggða. Unga fólkið var hvatt til skapandi hugsunar og nýsköpunar til að takast á við áskoranir sem tengjast búsetu og sjálfbærri framtíð í landshlutanum.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau tækifæri og atriði sem ungmenni myndu vilja sjá verða að veruleika á næstu árum í sinni heimabyggð, atriði sem myndu styðja þeirra ákvörðun um að búa þar áfram sem fullorðið fólk. Hugmyndir ungmenna að búsetuvali eru dýrmætar fyrir sveitarstjórnir.
Þessa dagana fer fram stefnumótunarvinna fyrir landshlutann í heild sinni, þar sem flokkar og markmið fyrir næstu Sóknaráætlun verða sett niður. Markmið Sóknaráætlunar stýra bæði vinnu starfsfólks SSNE næstu fimm árin sem og hverskonar verkefni geta hlotið framgang úr Uppbyggingarsjóði. Öll sem hafa áhuga á því að móta markmiðin geta skráð sig í samráðsvettvang með því að smella hér.
Skilaboðin frá ungmennunum er gott innlegg í komandi stefnumótunarvinnu.Sömuleiðis mætti horfa á þessa lista sem hugmyndabanka að viðburðum, fyrir t.d. fræðslu-, menningar-, æskulýðs- og/eða tómstundafulltrúa.
- Næstu umsóknarfrestir í æskulýðssjóði má finna hér.
- Uppbyggingarsjóður opnar í september, fylgist með hér.
Starfsfólk skipti hugmyndum ungmennana niður í sex mengi:
- Aðgengi að menntun í heimabyggð: Grunnskóli, tónlistarskóli.
- Aðgengi að fjölbreyttri list: Málverk, bækur, ljósmyndir, dans, kvikmyndir, textíll, kór, tónlist, söngleikir, myndlist, leiklist, skíðastökk, ópera, kirkjukór, ljóð, graff á húsum.
- Staðir þar sem hægt er að hittast, sem byggjast jafnvel á staðarmenningu sem þyrfti að upphefja: Sjoppa/búð, reiðhöll/hestasvæði, sundlaug, líkamsræktarstöð, skíðasvæði, félagsmiðstöð, fótboltavöllur, íþróttahús, skautasvell, kaffihús/veitingastaður, bókasafn, hjólastígar, menningarhús, bakarí, folf völlur, nammibar, gönguskíðabraut og -hús, parkour aðstaða, keilubraut, sjósundsaðstaða, gokart braut, golfvöllur, verslanir, sparkvöllur, ísbúð.
- Aðgengismál til að geta notið í öðrum bæjarfélögum ef ekki til staðar í búsetusamfélagi: Strætó, hjólastígar.
- Aðgengi að viðburðum, fleiri tilefni til samveru: Jólatónleikar, danssýningar, kvikmyndasýningar, bæjarhátíðir, klúbbar, Fortnite hátíð, karíókí kvöld, skólaferðir, söngvakeppni, snjóboltastríð, menningarnótt, menningardagar, böll, íþróttamót, tónlistarhátíðir, Tónkvíslin, leiksýningar, árshátíðir, spilakvöld, danskvöld, þorrablót, spotify grúsk, Samfés, viðburði í félagsheimilin, samkomur á sumardeginum fyrsta, meira félagsstarf milli skóla, ball með öllum ungmennum á Norðurlandi eystra, fleiri skólaferðalög, draugahús, smásagnasamkeppni, sjómannadagshátíð, hrekkjavökuútihátíð, 90´ball, gömlu dansarnir, götuleikhús, tívolí, fræðsluviðburðir, hátíð ungmenna, barnvænni tónleika.
- Aðgengi að listnámskeiðum og/eða -smiðjum: Námskeið til að leysa ofbeldis vandamál, saumaklúbbur, kór, grafík í tölvuleikjum eins og fortnite, uppistandsnámskeið, fortnite dansnámskeið, prentunarnámskeið, upptökunámskeið, björgunarsveit ungmenna, matreiðslunámskeið, skautanámskeið, blaknámskeið, skartgripagerð, körfuboltanámskeið, að semja bók, myndlistarnámskeið, ljósmyndanámskeið, trampólínklúbb, rugby klúbb, að búa til harðfisk námskeið (menningararfleið og matarhefð), leiklistarnámskeið, leiklistarnámskeið fyrir allan aldur saman, umhverfismál, stjórnmálaskóli, brettanámskeið, boccia námskeið, píanónámskeið, hljómsveitarnámskeið, tölvuleikjanámskeið, leikritagerð, veiðinámskeið, handboltanámskeið, hvernig á að sjá um dýr í sveit (t.d. kindur), lagasmíðar, leirpottagerð, golfnámskeið, gönguskíðanámskeið, hljóðvarpsnámskeið, siglingarnámskeið, parkour námskeið, tækninámskeið, dansnámskeið fyrir stráka, karate námskeið, tæknilegónámskeið, vatnsmálningar námskeið, uppistandsnámskeið, sjósundsnámskeið, barnapíunámskeið, skyndihjálparnámskeið, júdó námskeið, sirkusnámskeið, smíðanámskeið, ljóðaskrif, leirlistanámskeið, bogfiminámskeið, hafnarboltanámskeið, að læra að haga sér, kvikmyndagerðarnámskeið, söngnámskeið, að læra að elska námskeið, keilunámskeið .
Auk þess að fræðast og ræða ákveðin málefni, er eitt af lykilmarkmiðum ungmennaþings að stuðla að tengslamyndun meðal unga fólksins þvert á sveitarfélögin og efla tengsl þeirra á milli, hér má lesa frétt um síðasta Ungmennaþing. Framkvæmd og allar niðurstöður ungmennaþingsins má lesa hér.