Dagskrá ársþings SSNE birt
Dagskrá ársþings SSNE birt
Ársþing SSNE verður haldið 18. og 19. apríl n.k. í Þingeyjarsveit.
Á dagskrá þingsins þann 18. apríl verður horft sérstaklega til áætlunargerðar og verða erindi um svæðisskipulag, áfangastaðaáætlun og sóknaráætlun. Í framhaldi af þeim erindum verður samtal um Sóknaráætlun Norðurlands eystra, en vinna er að hefjast um gerð nýrrar áætlunar sem mun gilda frá 2025 til 2030.
Seinni dag þingsins verður umfjöllun um nærþjónustu ríksins á Norðurlandi eystra og verða þá á dagskrá erindi frá Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra og Guðnýju Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Dagskrá þingsins í heild sinni má finna hér.