Haustþing SSNE framundan
Haustþing SSNE framundan
Boðað hefur verið til Haustþings SSNE þann 6. október næstkomandi. Þingið verður haldið rafrænt, en allar upplýsingar um þingið, dagskrá þess og þinggögn má nálgast hér.
Meðal þess sem verður til umræðu á þinginu er skýrsla stjórnar um framvindu starfs- og fjárhagsáætlunar, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, og Samgöngustefna SSNE. Að auki munu Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar ávarpa þingið.
Þingið er opið öllum áhugasömum, en aðeins þingfulltrúar sveitarfélaganna fara með atkvæði á þinginu. Mikilvægt er að skrá sig til þátttöku á þinginu, en það má gera hér.