Verkefnastjóri SSNE í hlaðvarpsþættinum Icelandings Cast
Verkefnastjóri SSNE í hlaðvarpsþættinum Icelandings Cast
Icelandings Cast er nýtt hlaðvarp hjá PSA (Podcast Stúdíói Akureyrar) þar sem erlendir íbúar á Íslandi ræða um málefni sem tengjast því að búa á Íslandi.
Stofnandi og umsjónarmaður þáttarins er Sara Belova en hún segir hugmyndina að hlaðvarpinu hafa kviknað þegar hún áttaði sig á því að margir nýbúar á Íslandi séu týndir á mörgum sviðum á borð við skatta, heilbrigðisþjónustu og fjármál svo eitthvað sé nefnt.
Rebekka Kristín Garðarsdóttir, verkefnastjóri SSNE var gestur í fyrsta og öðrum þætti hlaðvarpsins og ræðir við Söru til að mynda um það hvernig hægt er að fjármagna nýtt fyrirtæki á Íslandi. Þá ræða þær umhverfi styrkja og stuðningsúrræði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, meðal annars Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra og gefur góð ráð varðandi viðskiptaáætlanir og markaðssetningu.
Smelltu hér til að hlusta á hlaðvarpið.
Icelandings Cast á Facebook.