Ratsjáin - Fyrir ferðaþjónustuna
Ratsjáin - Fyrir ferðaþjónustuna
Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu.
Þriðjudaginn 26. janúar, fór fram kynningarfundur á netinu sem hægt er að horfa hér að neðan.
Opið er fyrir umsóknir í Ratsjánna til 31. janúar svo enn er tækifæri til að skrá sig og vera með.
Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við viðeigandi aðila hverju sinni en í ár er það samstarf við landhlutasamtökin á Íslandi sem gerir okkur kleift að keyra Ratsjánna af stað. Samstarfsaðili við framkvæmdina er RATA ráðgjöf.
Meðal efnisþátta sem verða í boði eru:
- Nýsköpun og vöruþróun
- Markaðsmál og markhópar
- Sjálfbærni og ábyrg ferðaþjónusta, stafræn þróun og tæknibylting fyrirtækja
- Breyttir tímar og tækifærin – kaupákvörðunarhringurinn
- Draumur stofnenda – tilgangur og markmiðasetning
- Heimasíður – hvernig skarar síðan mín fram úr?
- Streitustjórnun
- Sala og dreifileiðir
- Vörumerkjastjórnun
- Endurhugsaðu viðskiptamódelið
- Skapandi hugsun sem verkfæri til framfara
- Samkeppnishæfni og sérstöðugreining, svo dæmi séu tekin.
Nálgast má umsóknarform á vef Íslenska ferðaklasans.
Ratsjáin hefst 15. febrúar og lýkur 5. apríl. Kostnaður fyrir hvert fyrirtæki er 40.00 kr. Hægt er að sækja um niðurgreiðslu og styrk á móti þessari fjárhæð hjá allflestum starfsmenntasjóðum.