Fara í efni

Heimsókn SSNE í seiðaeldisstöð á Tálknafirði

Ferðafélagarnir: Jón Ingi, Katrín, Rögnvaldur og Monika
Ferðafélagarnir: Jón Ingi, Katrín, Rögnvaldur og Monika

Heimsókn SSNE í seiðaeldisstöð á Tálknafirði

Miðvikudaginn 26. janúar sl. fóru fulltrúar Dalvíkurbyggðar og SSNE í heimsókn í seiðaeldisstöð Arctic Fish á Tálknafirði.

Með í för voru Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri, Jón Ingi Sveinsson sveitarstjórnarfulltrúi, Monika Margrét Stefánsdóttir íbúi á Árskógssandi og nefndarmaður í umhverfisráði og Rögnvaldur Guðmundsson verkefnastjóri hjá SSNE.

Tilgangur ferðarinnar var að kynnast seiðsframleiðslu Arctic Fish, en fyrir Dalvíkurbyggð liggur að taka afstöðu til umsóknar Laxóss um seiðaeldisstöð á Árskógssandi. Forsvarsmenn Laxóss ehf. og Dalvíkurbyggðar boðuðu til kynningarfundar vegna fyrirhugaðrar seiðaeldisstöðvar á Árskógssandi miðvikudaginn 19. janúar 2022. Fundurinn var tekinn upp og hægt að horfa á hann hér.

Ferðin tókst vel og þrátt fyrir rysjótt veður í janúar var ferðadagurinn bjartur og fagur og sunnanverðir Vestfirðir tóku vel á móti ferðalöngunum að norðan.

Starfsfólk Arctic Fish tók vel á móti okkur, við fengum leiðsögn Sigurvins Hreiðarssonar aðstoðar staðarstjóra seiðaeldis, en auk þess hittum við Johan Hansen staðarstjóra og Nancy Helgadóttur sem veitir rannsóknastofu Arctic Fish forstöðu.

„Upplifun mín af starfseminn á Tálknafirði var mjög góð“, sagði Katrín sveitarstjóri eftir heimsóknina og bætir við: „allt umhverfi og starfsemin snyrtileg og vel gert af hálfu Arctic Fish. Við fórum vestur til að sjá með eigin augum umfang og umsvif seiðaeldisstöðvar af þessari stærðargráðu sem mun hjálpa okkur við þá vinnu sem fyrir liggur við vinnslu umsóknar Laxóss“


Fulltrúar Arctic Fish: Nancy, Sigurvin og Johan


Seiðaeldisstöð Arctic Fish í Tálknafirði.

Getum við bætt síðuna?